Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 89

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 89
„sálm tveggja borga"16 Sálmurinn fjallar um borgimar Síon (Jerúsalem) og Babýlon. Það er ekki bara venjuleg heimþrá sem plagar útlagana. Fjarlægðin frá ættjörð þeirra felur jafnframt í sér aðskilnað frá Guði. Útlagamir eru eins og sálmaskáldið í S1 42-43 fjarri guðsþjónustu musterisins, sem nú var ekki lengur til, og þar með fjarri þeim Guði sem var álitinn nálægur með sérstök- um hætti í musterinu. Það sem dómsspámennimir höfðu boðað hafði ræst með herleiðingunni.17 Það er sláandi í v. 1-3 hve 1. persónuendingin -nu kemur oft fyrir, alls níu sinnum. Með þessu stílbragði er lögð áhersla á sársaukann sem minn- ingin um útlegðina í Babýlon veldur með því að undirstrika með þessum hætti að það vorum „við“ en ekki einhverjir aðrir sem þjáðumst þar. Því hefur verið haldið fram að hér sé átt sé við samkomur útlaganna þar sem þeir hafi komið saman til bænahalds og harmasöngs. Kraus telur að fleirtalan „vér“ eigi við harmandi söfnuð sem biður. Réttilega hefur verið bent á að það þýði þó ekki að samkunduhús hafi þegar verið til staðar. Yf- irleitt er þessari kenningu Kraus þó hafnað, þ.e. kenningunni um að verið sé að tala um trúarlega samkomu hinna herleiddu þar sem að „gráta“ og að „minnast Síonar“ hafi falið í sér iðkun helgisiða. Sjálfur telur ég hins vegar að Kraus hafi hér á réttu að standa og sé svo þá höfum við hér dýrmæta heimild um guðsþjónustuhald meðal útlaganna í Babýlon. Hebreska sögnin baka að „gráta“ hefur í ýmsum tilfellum þá merkingu að gráta harmagráti í helgihaldi.18 í sumum þeirra tilfella er sögnin tengd föstu, sbr. t.d. Dóm 20:26 og Sak 7:3. Margendurtekin notkun fleirtölunnar ‘vér’ (hebr. -nu) virðist mér undir- strika að hér sé söfnuður á ferð. Þessi áhersla skilar sér ekki nægilega í þýð- ingum en birtist nánast eins og klifun í hinni hebresku gerð sálmsins. Notk- un sagnarinnar zakar, að minnast, styður og þá túlkun sem hér er sett fram, eins og rakið verður hér að aftan.19 fljót. Hér er fleirtala í hebreskunni. Þýðingin fljót á hebreska orðinu na- harot er því ónákvæm. Trúlega er hér átt við smærri ár eða jafnvel áveitu- skurði. Esekíel (1:1 og 3:15) nefnir byggð gyðinga í Tel-abib við „Kebar- fljótið“. Fljótið Kebar sem svo er nefnt í íslensku þýðingunni 1912/81 hef- ur e.t.v. aðeins verið áveituskurður. 16 J.L.Mays 1994, s. 422. 17 Sbr. A. Weiser 1971, s. 795. 18 Hamp 1975, s. 116-120. 19 Sbr. einnig W. Schottroff 1964, s. 144n. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.