Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 104
Áma og Finns biskups í Skálholti. En Finnur var þá enn skráður fyrir bisk-
upsembættinu þótt Hannes sonur hans væri reyndar tekinn við. í bréfi
Kollegísins er íslensku biskupunum falið að vinna að útgáfu nýrrar íslenskr-
ar sálmabókar sem sé aldeilis samhljóða Kirkjuritualinu 1685. Bréfið er
svohljóðandi:
„P.M. Det kgl. General-Kirke-Inspections-Collegium har hertil andraget, at
Messen i Island, formedelst adskillige Feil og Mangler ved den gamle Kirke-
Psalme- og Alterbog, afviger i visse Maader fra vor danske Kirkes nu
brugelige Indretning og Orden. Da nu en saadan Afvigelse strldeer aldeles
imod den Overeenstemmelse i den offentlige Gudstjæneste, som saavidt
muligt bör finde Stæd overalt i H.Majts.Riger og Lande, saa skulde man tj-
enestlig anmode Dennem at træde sammen, for med forenet Indsigt og Over-
læg at indrætte en ny forbedret Kirke-Psalm- og Alterbog, efter den Orden,
Indhold og Format, som bruges i de danske Kirker, og maatte de Forbedrin-
ger, som saaledes gjöres, især med Alterbogen, skee aldeles i Overeen-
stemmelse med den danske Kirkes Ritual. Naar Udkastet er færdigt, ville De
behage at indsende det til Cancelliet, til Hans Majts forventende allem.App-
robation, og derhos melde, hvad Prisen, som i sin Tid paa den saaledes for-
fattede nye Kirke-Psalme- og Alterbog skal sættes, kunde blive, da den
maatte være saa let og taalelig, som mueligt. Cancelliet den 24.April
1784.“16
Báðir biskuparnir Ámi og Hannes, unnu að málinu um hríð, eða þar til Árni
biskup lést árið 1787. Skoðanir þeirra voru ólíkar eins og sést af tillögum
þeirra sem varðveittar eru. Hannes var hallur undir hinn eldri sið og vildi
litlu breyta, en Ámi fleiru. Tillaga Árna er varðveitt í handriti á Landsbóka-
safninu.17 Hún byggir á Kirkjuritualinu frá 1685 og þróuninni í Danmörku á
18.öld og helst í hendur við útgáfu sálmabóka þar í landi.18 Einkenni hinnar
þróunarinnar í Danmörku er áherslan á svokallaða de tempore sálma, eða
sálma fyrir ákveðna tíma og tíðir. Með sálmabók Guldbergsl778 hurfu all-
ir Kyrie-sálmar. Næsta skref í þróuninni var að sálma skyldi velja fyrst og
fremst eftir innihaldi predikunarinnar. Þar með hvarf einnig de tempore ein-
kennið. Eftir það var val á sálmum algjörlega bundið þekkingu, sönghæfni
eða duttlungum einstakra presta.
16 Lovs.f.Isl. V, 56-57 .
17 Collectanea af Sálm. u/e. Frumvarp til Messusaungs Áma bps. Þórarinssonar, -autogr. med registri".
Handritasafn St. Bps. Jónssonar, N-18. Lbs. 36, 8vo
18 Hér er einkum um að ræða eftirtaldar sálmabækur: Th. Kingo: Den forordnete Nye Kirke Psalme-Bog
von 1699, E. Pontoppidan: Den Nye Psalme-Bog von 1740, og O. H. Guldberg: Psalme-bog eller en
Sammling af gamle og nye Psalmer 1778.
102