Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 114
kemur fram að ég sá ýmsa kosti við þá leið sem Loftur fór en hafði þó mín-
ar efasemdir um ágæti hennar og úr varð að ég tók ekki upp orðanotkun
hans en lét nægja í Sögu Islands að greina stuttlega frá því sem hann skrif-
aði. Um athugasemdir mínar og hugleiðingar um þetta atriði vísa ég annars
í umrætt rit frá 2001.
Hjalti ritar (123), ‘Má í raun segja að Helgi fjalli aðeins um þann þátt
þróunarinnar sem Loftur kallar siðaskipti en sjáist að mestu yfir langtíma-
þróunina, siðbreytinguna’. Hann segir líka á sama stað að ég ‘horfi í raun
fram hjá hinum veigamikla mun milli hinna lögformlegu siðaskipta ... og
hinnar hugarfarssögulegu siðbreytingar ...’ Þessu fer fjarri og enn sýnist
mér að Hjalta hafi yfirsést því að á bls. 338 fjalla ég einmitt um það hvenær
siðbreytingin hafi náð tökum á fólki í hugarfarssögulegum skilningi. Þetta
er erfitt úrlausnarefni en ég tel að það hafi þó vart verið síðar en um 1660,
með rökum sem ég tilgreini á tilvitnuðum stað. Enn fremur ritar Hjalti um
mig, ‘Lítur hann svo á að ‘siðbreytingunni’ hafi verið lokið um 1630 ...’. Ég
tek þó skýrt fram (bls. 327) að þar á ég einungis við hina formlegu hlið, þá
slotaði að mestu deilum um stöðu presta og kirkna og tíundir og önnur
formleg atriði og fleira sem ég tilgreini og tel hafa valdið þáttaskilum. Hjalti
miðar svo við 1630 þegar hann ritar, ‘ Þetta er aftur á móti a.m.k. rúmri öld
fyrr en Loftur telur að siðbreytingunni í hinni hugarfarslegu merkingu ljúki
(þar miðar hann við 18. öldina)’. Nú skil ég Loft þannig að siðbreytingunni
hafi ekki lokið í reynd, sum markmið siðbótarmanna á 16. öld hafi aldrei
náðst.5 Píetistar á 18. öld höfðu eindregnar hugmyndir um siðbótina og
framkvæmd hennar og fannst mörgu ábótavant. Það var hins vegar ekki
knýjandi spuming fyrir mig sem lýk umfjöllun minni um 1685 að svara því
hvort siðbreytingunni hafi verið fyllilega ‘lokið’ þá eða hvort og hvenær
hennilauk.
Þar sem ég tek fram að siðbreytingin hafi fyrst, svo líklegt megi teljast,
verið farin að móta hugarfar fólks almennt á íslandi um 1660 virðist ég gera
mér grein fyrir því sem Hjalti telur mikilvægast, að breytingin var hægfara
ferli. Orð Hjalta um að ég sjái þetta ekki af því að ég byggi ritun mína á at-
burðasögulegri aðferð sýnist mér að geti vart verið annað en staðhæfing
sem stenst ekki.
Hjalti kemur margoft að því að ég fjalli um efni út frá persónu- og at-
burðasögu og skorti þá hugmynda- og félagssögulegu sýn sem sé nútímaleg
og auðsætt er að hann telur móta verkið Kristni á íslandi. Nú er það svo að
5 Sjá grein mína „Siðskipti, siðbót, siðbreyting", 128-9.
112