Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 114

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 114
kemur fram að ég sá ýmsa kosti við þá leið sem Loftur fór en hafði þó mín- ar efasemdir um ágæti hennar og úr varð að ég tók ekki upp orðanotkun hans en lét nægja í Sögu Islands að greina stuttlega frá því sem hann skrif- aði. Um athugasemdir mínar og hugleiðingar um þetta atriði vísa ég annars í umrætt rit frá 2001. Hjalti ritar (123), ‘Má í raun segja að Helgi fjalli aðeins um þann þátt þróunarinnar sem Loftur kallar siðaskipti en sjáist að mestu yfir langtíma- þróunina, siðbreytinguna’. Hann segir líka á sama stað að ég ‘horfi í raun fram hjá hinum veigamikla mun milli hinna lögformlegu siðaskipta ... og hinnar hugarfarssögulegu siðbreytingar ...’ Þessu fer fjarri og enn sýnist mér að Hjalta hafi yfirsést því að á bls. 338 fjalla ég einmitt um það hvenær siðbreytingin hafi náð tökum á fólki í hugarfarssögulegum skilningi. Þetta er erfitt úrlausnarefni en ég tel að það hafi þó vart verið síðar en um 1660, með rökum sem ég tilgreini á tilvitnuðum stað. Enn fremur ritar Hjalti um mig, ‘Lítur hann svo á að ‘siðbreytingunni’ hafi verið lokið um 1630 ...’. Ég tek þó skýrt fram (bls. 327) að þar á ég einungis við hina formlegu hlið, þá slotaði að mestu deilum um stöðu presta og kirkna og tíundir og önnur formleg atriði og fleira sem ég tilgreini og tel hafa valdið þáttaskilum. Hjalti miðar svo við 1630 þegar hann ritar, ‘ Þetta er aftur á móti a.m.k. rúmri öld fyrr en Loftur telur að siðbreytingunni í hinni hugarfarslegu merkingu ljúki (þar miðar hann við 18. öldina)’. Nú skil ég Loft þannig að siðbreytingunni hafi ekki lokið í reynd, sum markmið siðbótarmanna á 16. öld hafi aldrei náðst.5 Píetistar á 18. öld höfðu eindregnar hugmyndir um siðbótina og framkvæmd hennar og fannst mörgu ábótavant. Það var hins vegar ekki knýjandi spuming fyrir mig sem lýk umfjöllun minni um 1685 að svara því hvort siðbreytingunni hafi verið fyllilega ‘lokið’ þá eða hvort og hvenær hennilauk. Þar sem ég tek fram að siðbreytingin hafi fyrst, svo líklegt megi teljast, verið farin að móta hugarfar fólks almennt á íslandi um 1660 virðist ég gera mér grein fyrir því sem Hjalti telur mikilvægast, að breytingin var hægfara ferli. Orð Hjalta um að ég sjái þetta ekki af því að ég byggi ritun mína á at- burðasögulegri aðferð sýnist mér að geti vart verið annað en staðhæfing sem stenst ekki. Hjalti kemur margoft að því að ég fjalli um efni út frá persónu- og at- burðasögu og skorti þá hugmynda- og félagssögulegu sýn sem sé nútímaleg og auðsætt er að hann telur móta verkið Kristni á íslandi. Nú er það svo að 5 Sjá grein mína „Siðskipti, siðbót, siðbreyting", 128-9. 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.