Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 17
Guðbrand Þorláksson einfaldlega húmanista í hugmyndasögulegri merk-
ingu og minna í því sambandi á tengsl húmanisma og endurreisnar í Evrópu
sem var með mismunandi hætti. Sunnan Alpafjalla var endurreisnin mun
veraldlegri en norðan þeirra þar sem fylgjendur þeirra voru gjarna nefndir
biblíu-húmanistar vegna þess hversu kristilegir, kirkjulegir og biblíulegir
þeir voru. Þennan menningar- og hugmyndasögulega mun má vel hafa í
huga þegar rætt er um „renaissans-“ eða endurreisnarpáfa, spillingu þeirra
og gagnrýni siðbótarmanna af mismunandi sauðahúsi á þeirn.14 Þeir voru
einfaldlega hluti af veraldlegri menningu sem átti upptök sín í ítölsku versl-
unarborgunum, nútíminn - „moderniteten“ sem er andstæða miðaldanna í
annan endann og póst-módemismans í hinn - var einfaldlega í uppsiglingu
og þeir böm síns tíma.15
Þetta er þó önnur saga sem kemur persónu Guðbrands Þorlákssonar ef til
vill lítið við. Með þessu má þó rökstyðja þá fullyrðingu að það var hægt að
vera húmanisti á marga og mismunandi vegu. í fyrsta lagi var hægt að vera
veraldlegur eða trúarlegur húmanisti. Enginn vafi er á að Guðbrandur var
hið síðamefnda. Húmanisminn kann þó að hafa gert hann opnari fyrir ýms-
um veraldlegum fyrirbærum sem hann hefði verið lokaðri fyrir hefði hann
ekki fylgt stefnunni. Meira um það síðar. Þá var hægt að vera kaþólskur,
kalvínskur eða lútherskur húmanisti. Húmanisminn var sterkur innan kaþ-
ólsku kirkjunnar á síðmiðöldum og leiddi til margháttaðrar kirkjugagnrýni
og siðbótar innan hennar. Einn af þekktari samtímamönnum Lúthers, Eras-
mus Rotterdamus (1469-1536), var t.d. húmanisti, lagði stund á biblíuþýð-
ingar og gagnrýndi kirkju sína fyrir margt af því sama og Lúther réðst gegn.
Hann hélt hins vegar fast við kaþólsku páfakirkjuna þar sem hann leit á hana
sem tákn og tryggingu stöðugleikans sem var eitt af grunngildum húman-
ismans í þeirri útgáfu sem hann aðhylltist. Það sem einkum greindi á milli
14 Hér er hugtakið siðaskipti og siðaskiptamenn almennt notað um þau fyrirbæri sem nefnd eru reformation
og reformator á erlendum málum, þ.e. hreyfingar og einstaklinga sem leiddu til kirkjuklofnings og
myndunar nýrra kirkjudeilda. Með siðbótarhugtakinu er hins vegar vísað til kirkjugagnrýni og uppbygg-
ingarstarfs innan kirkju hvort sem það leiddi til klofnings eða ekki. Siðbótarmenn var þvt jafnt að finna
innan kaþólsku kirkjunnar (t.d. Erasmus Rotterdamus) og þeirra kirkjudeilda sem spruttu upp í kjölfar
siðaskipta. Þetta hugtak gengur því í raun út frá sjálfsskilningi þeirra setn í hlut áttu en þeir ætluðu sér
almennt að koma á kirkjulegum umbótum innan kaþólsku kirkjunnar en ekki að kljúfa hana eða stofna
nýjar kirkjudeildir. Sjá Loftur Guttormsson 2000: 10-11. Á þennan hátt kemur fram skörun milli hugtak-
anna siðaskiptamaður og siðbótarmaður enda voru sumir hvort tveggja. Fyrra hugtakið er þó kirkjupóli-
tískt hlaðnara en hið síðamefnda sem er fremur guðfræðilegt.
15 Hér er gengið út frá því að „nútíminn“ nái yfir þriggja alda tímabil frá vísindabyltingunni á ofanverðri
17. öld til ofanverðrar 20. aldar. Sjá Toulmin 1995.