Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 17

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 17
Guðbrand Þorláksson einfaldlega húmanista í hugmyndasögulegri merk- ingu og minna í því sambandi á tengsl húmanisma og endurreisnar í Evrópu sem var með mismunandi hætti. Sunnan Alpafjalla var endurreisnin mun veraldlegri en norðan þeirra þar sem fylgjendur þeirra voru gjarna nefndir biblíu-húmanistar vegna þess hversu kristilegir, kirkjulegir og biblíulegir þeir voru. Þennan menningar- og hugmyndasögulega mun má vel hafa í huga þegar rætt er um „renaissans-“ eða endurreisnarpáfa, spillingu þeirra og gagnrýni siðbótarmanna af mismunandi sauðahúsi á þeirn.14 Þeir voru einfaldlega hluti af veraldlegri menningu sem átti upptök sín í ítölsku versl- unarborgunum, nútíminn - „moderniteten“ sem er andstæða miðaldanna í annan endann og póst-módemismans í hinn - var einfaldlega í uppsiglingu og þeir böm síns tíma.15 Þetta er þó önnur saga sem kemur persónu Guðbrands Þorlákssonar ef til vill lítið við. Með þessu má þó rökstyðja þá fullyrðingu að það var hægt að vera húmanisti á marga og mismunandi vegu. í fyrsta lagi var hægt að vera veraldlegur eða trúarlegur húmanisti. Enginn vafi er á að Guðbrandur var hið síðamefnda. Húmanisminn kann þó að hafa gert hann opnari fyrir ýms- um veraldlegum fyrirbærum sem hann hefði verið lokaðri fyrir hefði hann ekki fylgt stefnunni. Meira um það síðar. Þá var hægt að vera kaþólskur, kalvínskur eða lútherskur húmanisti. Húmanisminn var sterkur innan kaþ- ólsku kirkjunnar á síðmiðöldum og leiddi til margháttaðrar kirkjugagnrýni og siðbótar innan hennar. Einn af þekktari samtímamönnum Lúthers, Eras- mus Rotterdamus (1469-1536), var t.d. húmanisti, lagði stund á biblíuþýð- ingar og gagnrýndi kirkju sína fyrir margt af því sama og Lúther réðst gegn. Hann hélt hins vegar fast við kaþólsku páfakirkjuna þar sem hann leit á hana sem tákn og tryggingu stöðugleikans sem var eitt af grunngildum húman- ismans í þeirri útgáfu sem hann aðhylltist. Það sem einkum greindi á milli 14 Hér er hugtakið siðaskipti og siðaskiptamenn almennt notað um þau fyrirbæri sem nefnd eru reformation og reformator á erlendum málum, þ.e. hreyfingar og einstaklinga sem leiddu til kirkjuklofnings og myndunar nýrra kirkjudeilda. Með siðbótarhugtakinu er hins vegar vísað til kirkjugagnrýni og uppbygg- ingarstarfs innan kirkju hvort sem það leiddi til klofnings eða ekki. Siðbótarmenn var þvt jafnt að finna innan kaþólsku kirkjunnar (t.d. Erasmus Rotterdamus) og þeirra kirkjudeilda sem spruttu upp í kjölfar siðaskipta. Þetta hugtak gengur því í raun út frá sjálfsskilningi þeirra setn í hlut áttu en þeir ætluðu sér almennt að koma á kirkjulegum umbótum innan kaþólsku kirkjunnar en ekki að kljúfa hana eða stofna nýjar kirkjudeildir. Sjá Loftur Guttormsson 2000: 10-11. Á þennan hátt kemur fram skörun milli hugtak- anna siðaskiptamaður og siðbótarmaður enda voru sumir hvort tveggja. Fyrra hugtakið er þó kirkjupóli- tískt hlaðnara en hið síðamefnda sem er fremur guðfræðilegt. 15 Hér er gengið út frá því að „nútíminn“ nái yfir þriggja alda tímabil frá vísindabyltingunni á ofanverðri 17. öld til ofanverðrar 20. aldar. Sjá Toulmin 1995.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.