Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 80
frá Nasaret - sumpart á grundvelli sömu ritaðra heimilda eins og Markúsar-
guðspjalls í tilviki Matteusar og Lúkasar. Hugmyndir um munnlegar
geymdir þeirra, sem einasta eru þó varðveittar í fornum textum, standast
ekki í ljósi hugmynda um textatengsl sem aftur byggja á hermilist mælsku-
fræðinnar. Loks gengur hugmyndin um munnlegar geymdir ekki upp í Ijósi
formfræðinnar sem ekki verður notuð sem grundvöllur að framsetningu
munnlegra geymda því þær eru í eðli sínu of sveigjanlegar til að sérstök ein-
kenni verði sett á þau í hinum elstu kristnu ritum í andstöðu við „önnur“
form eins og rannsóknir á sviði þjóðsagnaritunar sýna fram á. Hinn ritaði
texti einn er varðveittur um elstu hefðir kristindómsins og reyndar allar
miðaldir og fram til þessa tíma. A sama hátt eru munnlegar geymdir til að
mynda margra þjóða frá Balkanskaga aðeins varðveittar í dag fyrir tilsitlli
þjóðsagnaritunar á nítjándu og tuttugustu öld.
Tvö dæmi forn og eitt íslenskt
Tómasarguðspjall, eins og að framan getur, setur postulann Tómas í spor
skrifara eða hins lærða manns í samhengi fyrstu aldarinnar eftir Kristsburð.
Raunveruleikinn að baki þessum upplýsingum í guðspjallinu liggur vafa-
laust í því að tryggja áreiðanleik ummælanna sem guðspjallið geymir en
gefur um leið innsýn inn í fjarskalega foma hefð þar sem ekki er gert ráð
fyrir eins konar millistigi (millilið) munnlegrar varðveislu þessara orða Jesú
áður en þau væru skráð á bók. Varðveisla ummæla (kreiai) og dæmisagna
iparabolai), tileinkuð tilteknum og áhrifaríkum einstaklingi af því tagi sem
hér um ræðir, gat vissulega átt sér stað nánast milliliðalaust og á tíma hins
umtalaða aðila. í öðrurn tilvikum má búast við því að einhver tími hafi lið-
ið frá því ummælum var safnað í eina bók en þá einmitt oft á grundvelli
eldri samantekta. Frásagnarkomum eða kreijum var iðulega safnað saman
eftir ýmsa einstaklinga án nokkurs formlegs skipulags til að byrja með. Mis-
munandi röðun og framsetning einstaka ummæla úr Tómasarguðspjalli í
grískum handritabrotum af guðspjallinu og koptíksu þýðingunni frá Nag
Hammdi sýna einmitt þessa þróun (t.d. ummæli 30 og 77). Safn ummæla
hefir með öðrum orðum það hlutverk að verða grunnur að frekari útfærslu í
mælskufræðilegum skilningi.42
42 Pace Clarence E. Glad þegar hann segir, „TómasarguSspjall staðfestir þó, að til hafi verið söfn eða fast-
mótaðar munnlegar geymdir, eins og hugsanlega Ræðuheimildin Q, sem höfðu að mestu að geyma orð
eða ummæli Jesú og lærisveina hans,“ Atökin um textann, 56. Reyndar telur Clarence að allt eins líklegt
sé að guðspjallið byggi á kanónísku guðspjöllunum, ibid., 54.
78