Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 68
verið allt annað og meira fyrir mig, en þau loforð væru konum almennt,
ástæðan til þess er fyrst og fremst það, að ég er fyrir æðimörgum árum síð-
an hætt að leita eigin hamingju, nema að því leyti, sem hún fellur mér
ósjálfrátt í skaut, aldrei mundi ég taka neitt eingöngu vegna þess að hugur
minn girntist það... An fómar, með eða án meðvitundar þess sem fómina
færir, gæti ekkert líf átt sér stað hér á jörðu, jafnvel ekki á hinum allra lægstu
lífssviðum, og svo er verið að reyna að telja okkur trú um, að það sé
hnefarétturinn sem lífið grundvallist á. A æðri lífsstigunum eru fómimar
alltaf færðar með skýrari og skýrari meðvitund og þær fara að ná út fyrir fjöl-
skyldulífið, þar til á æðsta stiginu, Kristsstiginu, alt lffið er ein fórn, færð í
þarfir heildarinnar.50
Haraldur Níelsson lést sviplega sextugur að aldri, eftir 10 ára hjónaband
þeirra Aðalbjargar. Hún hafði búið honum gott heimili og var honurn og
börnum hans af fyrra hjónabandi mikill stuðningur. Eftir að hún var orðin
ekkja sneri hún sér af miklum krafti að þjóðmálum. Hugsjónir hennar voru
þær sömu og höfðu heillað hana á unglingsárunum. Hún beitti sér fyrir
hagsmunum heimilanna, réttindum kvenna og uppeldis- og skólamálum.
Það munaði verulega um framlag hennar og það var hlustað eftir því sem
hún sagði. Hún hélt tryggð við Krishnamurti eftir að hann sagði með öllu
skilið við Guðspekihreyfinguna og messíasarhlutverkið og sagði sig sjálf úr
Guðspekifélagi Islands í kjölfar þess. Hugsjónir Krishnamurtis um kærleika
og frið í heiminum og áhersla hans á leit einstaklingins að sannleikanum
óháð hagsmunasamtökum, trúflokkum og kirkjudeildum snertu áfram djúpa
strengi í trúarlífi og persónuleika hennar. Hún heimsótti Krishnamurti
nokkrum sinnum eftir síðari heimsstyrjöldina, síðast í Saanden í Sviss og þá
var hún í fylgd sonar síns. A vissan hátt var Krishnamurti henni sem fyrr
mannleg mynd þeirrar kærleiksríku guðlegu veru sem vitjaði hennar í æsku-
draumum.
50 Bréf frá Aðalbjörgu til Haralds 8. sept. 1918.
66