Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 108
Spumingar biskups eru fyrst taldar upp, síðan segir nokkum veginn svo:
Hér með tilkynnum vér stiftsamtmanninum og háæruverðugum biskupn-
um að þar sem nú er verið að undirbúa nýja messussöngsbók og nýtt kirkju-
ritual fyrir Danmörk og Noreg sé sú skoðun ofan á að best sé að bíða með
frekari aðgerðir á íslandi þangað til danska liturgían hafi verið endurbætt og
hin konunglega regla þar um sé komin út.31
Hér er átt við sálmabókina: Evangelisk-Christelig psalmebog sem út
kom árið 1798.32 Úr Ritualinu varð hins vegar ekkert nema eitt reskript um
guðsþjónustuna frá 1802.33
Tæpri viku sfðar en þetta bréf til stiftamtmanns var skrifað, hinn 22. júlí
1796,34 skrifaði kóngurinn sjálfur reskript til sömu aðila, stiftsamtmanns og
biskups um prentun íslenskrar sálmabókar. Þetta er svar við bréfi stiftamt-
manns frá 15. mars 1796
Þar segir nokkum veginn í þessa veru: að ... ekki aðeins leyfum vér að
Landsuppfræðingafélagið ljúki verki sínu við hina nýju sálmabok sem þú,
biskup Finsen, hefur samþykkt, og að þessi sálma bók verði autoriseruð til
brúks í landinu heldur leyfum vér einnig að prentari félagsins Björn
Gottschalcksen & Companie, meigi einn gefa þessa messu- og sálmabók út.35
Það er Ijóst að Hannes biskup hafði þegar tapað baráttunni um að halda
hinni gömlu messu óbreyttri, og ekki skynsamlegt að reyna að álykta um
hvernig þessum málum hefði framhaldið hefði hann lifað. Hannes lést tveim
vikum eftir að bréfið til stiftamtmanns frá 22. júlí var skrifað, og ekki er vit-
að hvort hann hefur séð það. Það er reyndar næsta ómögulegt að svo hafi
verið.
Ef reyna á að finna skýringar á því hvers vegna hér er um að ræða tvær
ólíkar leiðir er hugsanlegt að í Danmörku hafi aldrei verið tekið tillit til þess
að í umsókn Landsuppfræðingafélagsins fólst beiðni um endurskoðun
messubókar en ekki sálmabókar.
Það er hægt að skilja kringumstæðumar á íslandi með þeim hætti að fé-
lagið sé einungis að fara fram á endurbætta útgáfu hinnar gömlu sálmabók-
ar sem nauðsynleg sé orðin vegna þess að hún innihaldi of mikið af göml-
um og úreltum sálmum sem þurfi að hverfa, en ekki útgáfu nýrrar messu-
bókar.
31 Lovs.ftsl.Vl,253-254.
32 Evangelisk-kristelig psalmebog til brug ved kirke- og huus-andagt.\19&, Kebenhavn.
33 Fæhn, 1968, 62-63.
34 Evangelisk-kristileg Messusaungs og Sálma-Bók, 1801 Formáli ,V-VI.
35 Lovs.fJsl.VI,253-254.
106