Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 79
senda frekari útfærslu frásögueininga innan lengri texta eins og guðspjalla
Nýja testamentisins.38
Sömuleiðis hafa tilraunir með aðferðir þjóðsagnafræði í þessu samhengi
ekki auðveldað nýjatestamentisfræðingum leitina að meintum munnlegum
formum. Þegar mætti efast um notagildi aðferða við skráningu munnmæla-
geymda á nítjándu og tuttugustu öld í samhengi fornra texta. En rannsókn-
ir af vettvangi nútíma þjóðsagnafræði sýna að munnlegar geymdir voru í
sjálfu sér ónákvæmar þegar hægt var að bera saman ólíkar útgáfur af sömu
frásögnum bæði hvað varðar form og innihald og túlkun á megin efnisatrið-
um.39 Sérfræðingar á sviði munnlegra geymda leggja þannig áherlsu á áhrif
hins félagslega umhverfis þar sem hefðum er miðlað með munnlegum hætti.
í slíku ferli tekur frásögn fjarskalega mörgum breytingum allt eftir því fé-
lagslega umhverfi þar sem hún er sögð. Og þá er ekkert heilagt: kjami frá-
sögunnar, samhengi túlkunar og rammi skolast til eftir efni og ástæðum
hverju sinni. Upprunalegi kjaminn í tiltekinni frásögn getur þannig full-
komnlega glatast og útkoman verður hefð sem er í stöðugri endursamsetn-
ingu.40
Hugmyndir um óbreytta munnlega miðlun hefða eiga ekki heima í þessu
samhengi þar eð þær eru í raun af allt öðrum toga runnar. Þá er einkum átt
við skáldverk, epísk ljóð og lög en jafnvel efni af slíkum toga getur tekið
breytingum eftir félagslegum kringumstæðum á hverjum tíma enda þótt til-
hneiging sé til þess á meðal slíkra hefða að halda því fram að hefðinni hafi
verið miðlað óbreyttri.41
í ljósi þess sem hér hefir verið rakið er fjarskalega erfitt að halda því
fram að elstu kristnu ritin hafi verið byggð upp á grundvelli varðveittra
munnlegra hefða. Sagnfræðilegu gildi þeirra verður ekki viðhaldið á grund-
velli ímyndunarafls höfunda. Höfundar eins og guðspjalla Nýja testament-
isins skapa hver um sig sérstaka frásögn um upphaf og endi smiðssonarins
38 Sjá Dibelius, Formgeschichte, 1-8 og umfjöllun Vemon K. Robbins um Dibelius, Bullmann og frásagn-
arkom í samstofnahefðinni, „Chreia and Pronouncement Story in Synoptic Studies," í Patterns of Persu-
asion, 1-29.
39 Sjá t.d. Michael E. Meeker, Literature and Violence in North Arahia (Cambridge Studies in Cultural Sy-
stems 3; Cambridge: Cambridge University Press, 1979).
40 Sjá Wemer H. Kelber, Tlie Oral and the Written Gospel: Tlie Hermeneutics ofSpeaking and Writing in
the Synoptic Tradition, Mark, Paul, and Q (Foreword by Walter J. Ong, S.J.; Philadelphia, PA: Fortress,
1983), 28-30.
41 Sjá gagnrýni Kelber á verk Gerhardson (sbr. nmgr. 14), ibid., 14-32; sbr. sami, „Narrative as Interpreta-
tion and Interpretation as Narrative: Hermeneutical Reflections on the Gospels," í Orality, Aurality and
Biblical Narrative (Lou H. Silberman ritstj.; Semeia 39; Deacatur; GA: Scholars Press, 1987), 107-133.
77