Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 75
Á allra síðustu árum hefir í nýjatestamentisfræðum á hinn bóginn örlað
fyrir hugmyndum af því tagi sem gera ráð fyrir nokkurs konar munnlegri
hefð í öðru veldi. Þá er átt við munnlega hefð sem á rætur sínar í textum
Nýja testamentisins eða heimildum að baki því. Þessi hefð er talin eignast
sjálfstætt líf í einhvers konar munnlegu samhengi og komast inn í yngri
texta eða hafa áhrif á uppskriftir yngri handrita á textum eins og af Nýja
testamentinu sjálfu. í raun er hér um tilraunir að ræða þar sem leitast er við
að fara einhvern milliveg á milli viðhorfa. Annars vegar þeirra sem leggja
ofuráherslu á meintan varanleika munnlegra hefða. Hins vegar viðhorfa
sem leggja um fram allt áherslu á texta rétt eins og í samskiptum sagnfestu-
manna og bókfestumanna í íslensku samhengi. Aftur eru það rannsóknir á
sviði þjóðsagnafræða og munnlegra geymda sem hér láta til sín taka.21 Sam-
þættingin felur í sér hugmyndir um hugsanlegar munnlegar geymdir, sem
hafi fundið leið sína inn í margvíslega texta, og ýmsa ritaða texta, sem hafa
ratað út fyrir hið ritaða mál til að eignast líf á vörum fólks.22 Hugmyndir um
munnlega geymd af þessum toga verða þó vart greindar frá hugmyndum um
textatengsl (intertextuality)23 sem grundvallast á frjálslegri tileinkun ein-
hverra þekktra fyrirmynda tiltekins höfundar við samningu síns verks.
Hermilistin (imitation) sem mælskufræðin kennir gengur einmitt út á slfka
tileinkun.24
Sögurýnin sem hófst á öld skynseminnar, einkum í verkum Benedikts de
Spinoza (1632-1677)25 og Giambattista Vico (1668-1744),26 og var fastmót-
21 Risto Uro hefir fjallað um þetta vandamál í samhengi frumkristinna heimilda eins og Ræðuheimildar
samstofnaguðspjallanna og Tómasarguðspjalls þar sem hann rekur helstu rök með og móti munnlegum
hefðaráherslum og styður hugmyndir unt samvirkan munnlegra og ritaðra heimilda, „Thomas and Oral
Gospel Tradition," í Tliomas at the Crossroads: Essays on tlw Gospel of Thomas (Edinburgh: Clark,
1998), 9-22; sbr. frekar, Jack Goody, The Interface between tlie Written and the Oral (Studies in Liter-
acy, Family, Culture and the State; Cambridge, MA; Cambridge University Press, 1987).
22 Sbr. Vésteinn Ólason, „íslendingasögur," 137-138 og nmgr. 11 hér að framan.
23 Textatengsl geta verið með ýmsu móti svo sem beinum tilvitnunum í eldri texta, vísunum eða jafnvel að-
eins endurómi tiltekinna stefja, sjá Vemon K. Robbins, Exploríng tlte Texture ofTexts: A Guide to Socio-
Rlietorical Interpretation (Valley Forge, PA: Trinity Press Intemational, 1996), 40-58. I raun er hér um
sama fyrirbæri að ræða og Jakob Benediktsson kallar „rittengsl," sjá sami, „Rittengsl," í Hugtök og heiti,
221.
24 Sjá t.d. Dennis R. MacDonald ritstj., Mimesis and Intertextuality in Antiquity and Christianity (Studies
in Antiquity and Christianity; Harrisburg, PA: Trinity Press Intemational, 2001).
25 Sjá t.d. Christopher Norris, Spinoza and tlie Origins of Modern Critical Theory (The Bucknell Lectures
in Literary Theory; Oxford: Blackwell, 1991).
26 Sjá t.d. Giorgio Tagliacozzo o.fl. ritstj., Vico and Contemporary Tliought (London & Basingstoke:
MacMillan, 1980).
73