Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 75

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 75
Á allra síðustu árum hefir í nýjatestamentisfræðum á hinn bóginn örlað fyrir hugmyndum af því tagi sem gera ráð fyrir nokkurs konar munnlegri hefð í öðru veldi. Þá er átt við munnlega hefð sem á rætur sínar í textum Nýja testamentisins eða heimildum að baki því. Þessi hefð er talin eignast sjálfstætt líf í einhvers konar munnlegu samhengi og komast inn í yngri texta eða hafa áhrif á uppskriftir yngri handrita á textum eins og af Nýja testamentinu sjálfu. í raun er hér um tilraunir að ræða þar sem leitast er við að fara einhvern milliveg á milli viðhorfa. Annars vegar þeirra sem leggja ofuráherslu á meintan varanleika munnlegra hefða. Hins vegar viðhorfa sem leggja um fram allt áherslu á texta rétt eins og í samskiptum sagnfestu- manna og bókfestumanna í íslensku samhengi. Aftur eru það rannsóknir á sviði þjóðsagnafræða og munnlegra geymda sem hér láta til sín taka.21 Sam- þættingin felur í sér hugmyndir um hugsanlegar munnlegar geymdir, sem hafi fundið leið sína inn í margvíslega texta, og ýmsa ritaða texta, sem hafa ratað út fyrir hið ritaða mál til að eignast líf á vörum fólks.22 Hugmyndir um munnlega geymd af þessum toga verða þó vart greindar frá hugmyndum um textatengsl (intertextuality)23 sem grundvallast á frjálslegri tileinkun ein- hverra þekktra fyrirmynda tiltekins höfundar við samningu síns verks. Hermilistin (imitation) sem mælskufræðin kennir gengur einmitt út á slfka tileinkun.24 Sögurýnin sem hófst á öld skynseminnar, einkum í verkum Benedikts de Spinoza (1632-1677)25 og Giambattista Vico (1668-1744),26 og var fastmót- 21 Risto Uro hefir fjallað um þetta vandamál í samhengi frumkristinna heimilda eins og Ræðuheimildar samstofnaguðspjallanna og Tómasarguðspjalls þar sem hann rekur helstu rök með og móti munnlegum hefðaráherslum og styður hugmyndir unt samvirkan munnlegra og ritaðra heimilda, „Thomas and Oral Gospel Tradition," í Tliomas at the Crossroads: Essays on tlw Gospel of Thomas (Edinburgh: Clark, 1998), 9-22; sbr. frekar, Jack Goody, The Interface between tlie Written and the Oral (Studies in Liter- acy, Family, Culture and the State; Cambridge, MA; Cambridge University Press, 1987). 22 Sbr. Vésteinn Ólason, „íslendingasögur," 137-138 og nmgr. 11 hér að framan. 23 Textatengsl geta verið með ýmsu móti svo sem beinum tilvitnunum í eldri texta, vísunum eða jafnvel að- eins endurómi tiltekinna stefja, sjá Vemon K. Robbins, Exploríng tlte Texture ofTexts: A Guide to Socio- Rlietorical Interpretation (Valley Forge, PA: Trinity Press Intemational, 1996), 40-58. I raun er hér um sama fyrirbæri að ræða og Jakob Benediktsson kallar „rittengsl," sjá sami, „Rittengsl," í Hugtök og heiti, 221. 24 Sjá t.d. Dennis R. MacDonald ritstj., Mimesis and Intertextuality in Antiquity and Christianity (Studies in Antiquity and Christianity; Harrisburg, PA: Trinity Press Intemational, 2001). 25 Sjá t.d. Christopher Norris, Spinoza and tlie Origins of Modern Critical Theory (The Bucknell Lectures in Literary Theory; Oxford: Blackwell, 1991). 26 Sjá t.d. Giorgio Tagliacozzo o.fl. ritstj., Vico and Contemporary Tliought (London & Basingstoke: MacMillan, 1980). 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.