Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 45
nokkuð sem gæti meitt. Og fyrir það varð hann mér sú fyrirmynd að ég veit
að mér hefur oft dottið í hug að ég gerði eitthvað - og hugsað að þetta gæti
ég ekki látið hann föður minn heyra. Og þama er ekkert bann. Þama er bara
fordæmið. Ég held helst að hann hafi aldrei bannað mér neitt.7
Aðalbjörg lýsti föður sínum nánar í erindi sem hún flutti árið 1922 á fundi
hjá Sálarrannsóknarfélagi Islands og birtist í tímariti félagsins, Morgni. Er-
indið nefndi hún: Ymislegt úr eiginni reynslu.
Ég held mér sé óhætt að segja, að ég hafi elskað hann eins heitt og bam get-
ur elskað föður. Hann hafði ekki eingöngu verið mér faðir og fræðari, sem
ég leitaði alltaf til með allar vandaspumingar, heldur einnig fyrirmynd þess,
hvemig góður maður ætti að vera. Þess undarlegra er að segja það, að ég
syrgði hann í raun og veru aldrei neitt svipað því, eins og eðlilegt hefði ver-
ið. Ég gat ekki fundið, að ég hefði mist hann; hann hélt áfram að vera í kring-
um mig; mér fannst hann gæta mín og gefa mér ráð, og altaf hafði ég ríkasta
tilfinningu af þessu, þegar mér lá mest á.8
En hér er ekki öll sagan sögð. Sigurður Ketilsson var haldinn hinum ógur-
lega sjúkdómi, holdsveikinni. Það var ekki nóg með það, að þessi veiki
hefði hinar verstu líkamlegu afleiðingar, heldur fylgdi henni frá gamalli tíð
útskúfun úr mannlegu samfélagi. Holdsveikt fólk var einangrað, lokað inni
á sérstökum stofnunum eða vísað með öðrum hætti úr samfélagi manna. Það
mátti ekki sýna sig, enda margir svo hræðilega útleiknir af sjúkdómnum, að
þeir vildi síst sjálfir sýna sig meðal annars fólks. Holdsveikraspítalinn í
Laugamesi við Reykjavík, sem danska Oddfellowreglan á þakkir fyrir að
var reistur, tók ekki til starfa fyrr en árið sem Sigurður lést. Hann var því
heima og kona hans brá á það ráð að sinna honum sjálf að öllu leyti og ein-
angra hann eins og hægt var frá öðrum á heimilinu og sjálfsagt gestkomandi
einnig, því það var almenn trú í þá daga að holdsveikin væri mjög smitandi.
Það var hlutverk Kristfnar vinnukonu, sem áður er nefnd, að sinna Aðal-
björgu.
Aðalbjörg var mikið ein sem bam og má rekja það til þess að hún var
einbirni, en sjúkdómur föður hennar hefur einnig valdið miklu þar um. Hún
hafði ekki eðlilegan aðgang að foreldrum sínum, eða a.m.k. ekki þá nánd
sem flestum bömum er eðlileg. Hún hefur verið þjökuð af ótta við að missa
föður sinn, að hann dæi úr þessum hræðilega sjúkdómi eða yrði að fara af
7 Aðalbjörg Sigurðardóttir. I vikulokin 1965.
8 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1922: 192.
43