Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 56
sant um að mannkynið væri tilbúið til að taka við boðskapnum um kærleik-
ann og fegurðina og tekur undir með henni þegar hún tilkynnti opinberlega
að frelsarinn væri kominn „með boðskapinn um hamingjuna, sem leiðarljós
fyrir þjóðimar á ókomnum öldum.“32 Hún upplifði mikinn innri frið og hug-
arstyrk í návistinni við Krishnamurti sem hún fékk tækifæri til að tala við
persónulega. Hún hitti hann fyrst á alheimsfundi Stjömufélagsins í París
sumarið 1921 og varð mjög hrifin.
Hún lýsir honum þannig:
Krishnamurti er maður mjög fríður sínum, og hefir til að bera svo mikinn
yndisþokka, að hver hreyfing hans er aðlaðandi. Hann er meðalmaður á hæð,
en grannur; hann er nú 24 vetra, en svo unglegur, að maður mundi tæplega
ætla hann mundi meira en 18 vetra. Yfirliturinn er dökkur, hárið svart, aug-
un sömuleiðis. Öll framkoman ber vott um óviðjafnanlega ástúð og þann
hreinleika, sem manni finnst ekki muni geta saurgast af þessum heimi. Ann-
ars eru augun það eftirtektarverðasta við manninn. Þegar hann er ekki starf-
andi, minna þau á hafið, sem blikandi sólin, sól friðarins og ástríkisins,
speglast í. En stundum, þegar hann hitnar af umræðum um eitthvert mál, er
sem eldsúlur stígi upp og ókyrri yfirborð hafsins.33
Návist Krishnamurtis snerti dulvitund Aðalbjargar, þá kima sálar hennar,
sem geymdu frið og sælu bernskuáranna. Samkenndin varð yfirþyrmandi
og hún fann það, sem hún lýsir í öðru samhengi sem „víkkun sjóndeildar-
hringsins og hrun sérvitundarinnar.“ Sálfræðingurinn Aberbach rekur þessa
persónutöfra hans og aðdráttarafl til inóðurmissisins.34 Þörf hans fyrir um-
hyggju og athygli var rík og hann þróaði meðvitað og ómeðvitað aðferðir til
að vekja samsvarandi kenndir hjá öðrum. Krishnamurti hafði ekki ósvipuð
áhrif á aðrar konur sem sóttumst eftir að vera í návist hans og þær bættu
honum að einhverju leyti upp það tóm sem móðurmissirinn hafði skilið eft-
ir.351 honum fann Aðalbjörg verðugt viðfang þeirrar umhyggju og elsku sem
hún bar til föður síns, en fékk af áðurgreindum ástæðum ekki útrás fyrir.
Innri sannfæring hennar og köllun tengist Krishnamurti og boðskap hans.
Hún fer að líta á hann sem einskonar birtingarform og staðfestingu þeirrar
ljósveru, sem hún sá í dulsýnum. Þessari köllun lýsir hún þannig í bréfi árið
1918:
32 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1928: 44.
33 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1921: 10-11.
34 Aberbach 1996.
35 Lutyens, Emily 1957 og Lutyens, Mary 1977.
54