Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 35

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 35
ekki að biðja Guð um hversdagslega hluti. Bæn og breytni manna felast öllu heldur í að lesa út úr verkum Guðs sem hann vann í eitt skipti fyrir öll og blessaði síðan handa manninum. „[Guð] blessar að eilífu og lætur okkur síð- an sjálfa um það, hvemig við notum þá blessun hans.“ Gísla finnst líka óþarfi að menn séu að gera sér of miklar grillur út af yfirsjónunum og telur að Guð verði sennilega var við þær fæstar, brosi jafnvel að þeim.23 í þessum samræðum tekst Jóni Trausta mjög vel að setja á svið hin ólíku sjónarmið og viðhorf tveggja tímabila, annars vegar hinnar hefðbundnu lúthersku guðrækni og hins vegar skoðanir upplýsingarinnar. Hann lætur séra Jón tala máli hinna gömlu viðhorfa og Gísla á Geirlandi tala máli upp- lýsingarinnar og túlkar mjög vel sjónarmið upplýsingarinnar í því sem hann leggur Gísla í munn. Hins vegar kemur það hvergi fram í ritum séra Jóns Steingrímssonar að þeir séra Jón og Gísli hafi deilt um trúmál. Séra Jón átti í deilum um trúmál við annan bónda. Sá hét Gunnar Jónsson og bjó á Dyr- hólum. Trúarskoðanir hans nefnir séra Jón grillur og heilabrot og segir að þær hafi sáð út frá sér og gert prestinum lífið Ieitt. Grillur Gunnars gengu út á það að einungis ætti að kenna fagnaðarerindið en ekki lögmálið svo að einu gilti hvernig menn breyttu.24 Þess háttar kenningar hafa við og við komið upp meðal lútherskra allt frá því á dögum Lúthers og fram á vora daga og nefnast andlögmálshyggja - antinomismi.25 Sálgæslutilgangur Séra Jón Steingrímsson var þess fullviss að í eldinum og harðindunum sem fylgdu í kjölfar hans hafi Guðs hönd verið að verki. Samkvæmt trú hans er Guð sá sem Jesús Kristur birti, kærleiksríkur og náðugur Guð. Þegar menn ganga út frá þeirri trú, þá leitast þeir við að koma auga á tilgang að baki því sem gerist þar eð Guð er ekki duttlungafullur, blindur örlagavaldur. Tilgang- ur Guðs getur þá verið tvenns konar, annars vegar að tyfta fólk og áminna og hins vegar að afstýra öðru verra. Séra Jón nefnir víða dæmi um að fólk hafi með framferði sínu unnið til þess að Guð veitti því áminningu. En jafn- framt bendir hann á hversu Guð hafi þrátt fyrir allt stýrt öllu til góðs. Seinni tíma menn hafa oft oftúlkað ummæli fyrri tíma kennimanna um umvöndum Guðs og reiði og sumir hafa jafnvel haldið því fram að prestar 23 Samtöl Gísla og séra Jóns eru í Jón Trausti 1913, s. 40-58 og 333-339. 24 Jón Steingrímsson 1973, s. 147. 25 Sjá t.d. Hagglund 1975, s. 249-250 og 258 og Pelikan 1984, s. 133-134 og 163-164. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.