Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 60
fórstu. Þú varst í þann veginn að hrifsa mig út úr myrkrinu og inn í ljósið -
en þá fórstu. Þú varst í þann veginn að höggva í sundur ævi mína, - fortíð frá
nútíð - en þá yfirgafstu mig í tveimur hlutum. Það blæðir úr því sári Aðal-
björg...
Hér stend ég á krossgötum, ráðþrota. A bak við mig er heimur, sem ég þekki
ekki, en sem tilheyrir mér, framundan mér er heimur, sem ég þekki ekki, sá
heimur tilheyrir mér einnig, það er þinn heimur. Ég finn kuldan frá öðrum -
ég finn ljós og yl streyma á móti mér frá hinum heiminum. En hvem þeirra
ég á að velja - það stendur skráð í auðn eilífðarinnar - það er dómur tím-
ans...
Og mér finnst, sem þú munir sigra - er það af því að ég óska þess? En ég veit
að sá sigur kostar mig mikla fóm. Þegar þú ert nálæg mér þá finn ég ekki til
kvalanna sem er samfara þeirri fórn. En sú óhamingja að þú skyldir fara
meðan ég var að átta mig að fullu - meðan ég var að skilja það, sem þú sagð-
ir mér —
Kvöldið, sem þú fórst þá fannst mér setið um mig af ósýnilegum verum, sem
reyndu að draga mig í burtu frá allri umhugsun um þig. Og mér fannst þá í
svipinn eins og þær myndu sigra þegar þú værir farinn. Ég á loforð, sem em
óefnd við þessar verur. En skyldur mínar gagnvart þér halda í mig - þegar þú
sjálf ert ekki nærri. - Reyndu að skilja það sem ég hugsa þótt ég hafi ekki
skrifað það. Sagan sem þú sagðir mér af æsku þinni, er lykillinn að mínum
örlögum ...
Saga Aðalbjargar sem Jóhanni er svo hugleikinn er án efa tengd dulúðinni í
bemskuminningum hennar og kölluninni, sem hún felur í sér og hún verð-
ur hinu nývaknaða skáldi spegill sem hann skoðar sjálfan sig í. Hann setur
það sem hann sér þar í orð:
Ég óttaðist þá mynd- því þá fann ég þig eins og þú ert — Það er stór stund
þegar maður sér sannleik - og tilgang eilífðarinnar - skína í gegnum líf sitt.39
Bréf Jóhanns sýna að þau Aðalbjörg og hann unnast hugástum og andlegt
samband þeirra er mjög náið. Köllun hennar er að hjálpa honum bæði hvað
varðar stundlegar nauðsynjar, mat og föt, og andlegar þarfir, byggja hann
upp og gefa honum trú á lífið og sjálfan sig. Örlagaþræðir þeirra eru sam-
ofnir og gerandinn í þeirri sögu sem þama verður til er guðleg opinberun
Aðalbjargar og köllun sem Jóhann efast ekki um að sé sönn. Aðalbjörg tek-
ur Jóhann að sér í bókstaflegri merkingu og útskýrir fyrir honum opinberun
sína og köllun sem hún klæðir í orðfæri guðspekinnar sem Jóhann tileinkar
sér. Hvemig sem allt fer mun eining þeirra aldrei rofna framar - þau eru eitt
og líkamlegar fjarlægðir skipta ekki máli.
39 Bréf frá Jóhanni Jónssyni til Aðalbjargar 19. júní 1917.
58