Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 60

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 60
fórstu. Þú varst í þann veginn að hrifsa mig út úr myrkrinu og inn í ljósið - en þá fórstu. Þú varst í þann veginn að höggva í sundur ævi mína, - fortíð frá nútíð - en þá yfirgafstu mig í tveimur hlutum. Það blæðir úr því sári Aðal- björg... Hér stend ég á krossgötum, ráðþrota. A bak við mig er heimur, sem ég þekki ekki, en sem tilheyrir mér, framundan mér er heimur, sem ég þekki ekki, sá heimur tilheyrir mér einnig, það er þinn heimur. Ég finn kuldan frá öðrum - ég finn ljós og yl streyma á móti mér frá hinum heiminum. En hvem þeirra ég á að velja - það stendur skráð í auðn eilífðarinnar - það er dómur tím- ans... Og mér finnst, sem þú munir sigra - er það af því að ég óska þess? En ég veit að sá sigur kostar mig mikla fóm. Þegar þú ert nálæg mér þá finn ég ekki til kvalanna sem er samfara þeirri fórn. En sú óhamingja að þú skyldir fara meðan ég var að átta mig að fullu - meðan ég var að skilja það, sem þú sagð- ir mér — Kvöldið, sem þú fórst þá fannst mér setið um mig af ósýnilegum verum, sem reyndu að draga mig í burtu frá allri umhugsun um þig. Og mér fannst þá í svipinn eins og þær myndu sigra þegar þú værir farinn. Ég á loforð, sem em óefnd við þessar verur. En skyldur mínar gagnvart þér halda í mig - þegar þú sjálf ert ekki nærri. - Reyndu að skilja það sem ég hugsa þótt ég hafi ekki skrifað það. Sagan sem þú sagðir mér af æsku þinni, er lykillinn að mínum örlögum ... Saga Aðalbjargar sem Jóhanni er svo hugleikinn er án efa tengd dulúðinni í bemskuminningum hennar og kölluninni, sem hún felur í sér og hún verð- ur hinu nývaknaða skáldi spegill sem hann skoðar sjálfan sig í. Hann setur það sem hann sér þar í orð: Ég óttaðist þá mynd- því þá fann ég þig eins og þú ert — Það er stór stund þegar maður sér sannleik - og tilgang eilífðarinnar - skína í gegnum líf sitt.39 Bréf Jóhanns sýna að þau Aðalbjörg og hann unnast hugástum og andlegt samband þeirra er mjög náið. Köllun hennar er að hjálpa honum bæði hvað varðar stundlegar nauðsynjar, mat og föt, og andlegar þarfir, byggja hann upp og gefa honum trú á lífið og sjálfan sig. Örlagaþræðir þeirra eru sam- ofnir og gerandinn í þeirri sögu sem þama verður til er guðleg opinberun Aðalbjargar og köllun sem Jóhann efast ekki um að sé sönn. Aðalbjörg tek- ur Jóhann að sér í bókstaflegri merkingu og útskýrir fyrir honum opinberun sína og köllun sem hún klæðir í orðfæri guðspekinnar sem Jóhann tileinkar sér. Hvemig sem allt fer mun eining þeirra aldrei rofna framar - þau eru eitt og líkamlegar fjarlægðir skipta ekki máli. 39 Bréf frá Jóhanni Jónssyni til Aðalbjargar 19. júní 1917. 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.