Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 78

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 78
Demonax)34 sem um leið á sér fyrirmynd í hlutverki Platóns (427-347 f. Kr.) sem skrásetjara á heimspeki Sókratesar.35 í elsta samhengi kristindómsins (Tómas og Lúkas) eru þannig til hefðir sem í sjálfu sér gera tímabil munnlegra geymda í sögu elstu kristni óþarfa enda þótt Lúkas geri því skóna að hvort tveggja ritaðar og óskráðar heim- ildir hafi verið til í kringum aldamótin 100 þegar hann er að skrifa sitt guð- spjall (sem þó kann að þjóna þeim tilgangi einum að gefa skrifum sínum aukið vægi).36Séu orð Lúkasar um óskráðar heimildir teknar alvarlega þá er í sjálfu sér ekkert sem mælir því mót að þar sé um að ræða munnlegar geymdir sem byggt hafi á eldri rituðum verkum þar eð sjónarvottar að af- rekum Jesú hafa vart verið margir á lífi sjötíu árum eftir að meistarinn frá Galíleu er talinn hafa horfið af sjónarsviði þessa heims. Eðli málsins samkvæmt hlýtur það ennfremur að reynast ákaflega erfitt að gefa sér að forsendu að munnlegar geymdir standi að baki skrifuðum texta ef ekki er hægt að nálgast slíkar geymdir með einum eða öðrum hætti. Augljóslega er slíkt ekki hægt þegar um foma texta eins og hér um ræðir er að tefla. Einasti vitnisburðinn er texti og jafnvei þótt hægt væri að gera því skóna að hluti af þeim menningarbrunni sem einhver tiltekinn höfundur í fornöld hafi haft sér að bakhjarli við samsetningu verks síns hafi samanstað- ið af ótilgreindm rituðum heimildum, eins og til að mynda smellnum máls- hætti, þá stendur eftir aðeins þessi texti án heimildaskrár að þeirra tíma hætti. Meint formgreining sem nýjatestamentisfræðingar á síðustu öld töldu sig geta rakið til munnlegrar varðveislu hefir beðið afhroð í ljósi samanburðar- rannsókna við bókmenntaarf og mælskufræði þessa sama tímabils og það- an sem þessi rit eru sprottin.37 Form sem talin voru vitnisburður um alþýðu- bókmenntir í besta lagi hafa síðan verið skilgreind á forsendum mælsku- fræðinnar. Niðurstöður slíkra rannsókna sýna að umrædd form eru hluti af þekktum bókmenntaformum þessa tíma og þannig jafnoft notuð sem for- 34 Sjá A. M. Harmon þýð., „Demonax," í Lucian, I (Loeb Classical Library; Cambridge, MA: Harvard Uni- versity Press, 1913), 141-173. 35 Sjá t.d. Burton L. Mack, Anecdotes and Arguments: The Cltreia in Antiquity and Early Christianity (Occasional Papers of the Institute for Antiquity and Christianity 10; Claremont, CA: Institute for Ant- iquity and Christianity, 1987). 36 Sjá t.d. Burton L. Mack, Who Wrote the New Testament: The Making of the Christian Myth (San Francisco, CA: HarperSanFrancisco, 1995), 167. 37 Sjá t.d. umfjöllun John S. Kloppenborg um ummælasöfn í bók hans, The Formation of Q: Trajectories in Ancient Sayings Collections (Studies in Antiquity and Christianity; Philadelphia, PA: Fortress, 1987), 263-316. 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.