Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 47

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 47
þá. Svo fór ég að hugsa um fleiri og fleiri, og altaf voru það þessir aðskildu einstaklingar, sem vöktu undrun mína. Þá var skyndilega eins og kippt væri burtu þessum múrum, sem aðskildu einn frá öðrum, mér fannst eins og ein- staklingsvitund mín þenjast út og sameinast altilverunni; ég var ekki lengur háð þessum takmarkaða líkama mínum, heldur var sem ég væri komin út yfir tíma og rúm og lifði í eilífðinni. Samfara þessari skynjun var óendanleg sælutilfinning, alt annars eðlis en ég hafði nokkru sinni áður fundið til; sú sæla var ekki hvað sízt bundin við þá tilfinningu, að allir einstaklingamir, sem ég hefði verið að hugsa um, ættu hlutdeild í þessu með mér, að við vær- um í raun og veru öll sameinuð, öll eitt. Ég veit ekki, hvað lengi ég sat svona; ég var kölluð til baka til dagvitundarinnar við það, að einhver kom inn í eld- húsið, og mér þótti umskiptin slæm. Eftir þetta sat ég um að geta verið ein í næði; reyndi ég þá að framkalla þetta ástand aftur, með því að fylgja sama hugsanagangi og í fyrsta sinni; náði ég því stundum, en stundum ekki.12 í bókinni Játningar útfærði Aðalbjörg þessa reynslu sína á athyglisverðan hátt og notar skáldlegt orðfæri guðspekinnar með skírskotun í Davíðssálma, enda lýsir hún hér reynslu sem getur þjónað sem skólabókardæmi um dulúð: Upp úr þessum hugsunum var það, að ég komst einu sinni skyndilega í það ástand sælunnar, sem á íslensku hefur verið nefnt hugljómun og er fyrst og fremst í því fólgið, að múrar sérvitundarinnar hrynja og eftir er aðeins vit- und, sem er eitt með öliu og á engin sérkenni. Þeir, sem reynt hafa eitthvað svipað, vita, hvað ég á við, aðrir geta ekki skilið það, en ég hygg þetta ástand það, sem sagt er um „einn dagur er hjá drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur“, því vitund um tíma og rúm hverfur með öllu.13 Um svipað leyti fór Aðalbjörgu að dreyma merkilega drauma, sem hún tók mikið mark á og hún öðlaðist merkilegt innsæi í táknmál þeirra og hún gat sagt frá draumum, sem höfðu forspárgildi. Með árunum fannst henni það ekki bregðast að slíkir draumar rættust á einhvern hátt. Þannig fannst henni að hún væri vöruð við og það kom ósjaldan fyrir að hún bar öðrum skilaboð sem hún hafði fengið í draumi og gat þá komið í veg fyrir ýmsar hættur og jafnvel slys. Yfirleitt varð þessi vitneskja til þess að styrkja með henni æðru- leysi og sálarró og það var eins og fátt kæmi henni algerlega á óvart. Dag- legt líf hennar var nátengt ósýnilegum heimi og hann var henni oft, sérstak- lega á fyrri skeiðum ævinnar, svo sterk uppspretta sælu og vellíðunar að hún 12 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1922:188-189. 13 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1948:9. 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.