Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 102

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 102
Með tímanum gátu tengsl sálms við upphaf sitt í tilteknum lið messunn- ar samkvæmt hefðbundinni byggingu hennar orðið óljós. Sú kom tíð að ekki þótti ástæða til að syngja tvo sálma hvom á eftir öðrum í stað messuliðanna Kyrie og Gloria, heldur mætti notast við einn. Þetta var upphaf þess að upp- bygging messunnar glataðist. Þegar kóngurinn varð einvaldur í Danmörku hvarf það sem eftir var af sjálfstæði biskupa til að ráða innri málum kirkjunnar og þar með messu- forminu. Þetta var staðfest með lögum.9 Fram til þess tíma var stjóm kirkjunnar í hinu danska ríki byggð á þrem- ur meginstoðum. Þær voru: Konungurinn, biskupinn og guðfræðideild Há- skólans. Miðað við Kirkjuorðuna frá 1537 og upphaf hins nýja siðar er þetta sú skipan kirkjustjórnar sem eðlilegt er að sé í lútherskri kirkju. Einvaldskóngurinn setti nýja skipan kirkjumála og messusöngs með Kirkju- rituali sínu frá 1685.'° Skyldi hún einnig gilda hér á Islandi. Vorrarfrúarkirkja í Kaupmannahöfn var fyrirmyndarkirkja í þeim skilningi að guðsþjónustan og annað helgihald skyldi vera á öllum kirkjum ríkisins eins og þar tíðkaðist. I stuttu máli var guðsþjónustuhefðin danska eins og hún er sett fram í kirkjuritualinu, frábrugðin hinni íslensku hefð með því t.d. að aldrei mátti í Danmörku syngja messu á latínu, og hinir föstu liðir skyldu vera sálmar en ekki prósasöngvar eins og Dýrðarsöngurinn (Gloria) og Lamb Guðs (Agn- us Dei) o.s.frv. Fjöldamargt annað fylgdi með sem hér ekki er tóm til að fjalla um. Biskupamir á Islandi fóru ekki eftir þessum fyrirmælum í jafn ríkum mæli og kollegar þeirra í Danmörku og Noregi. Grallarinn frá 1594 var gef- inn út með litlum breytingum og Handbók presta sömuleiðis. Þó gerðu þeir biskuparnir Steinn Jónsson á Hólum (1660-1739) og Jón Ámason í Skál- holti (1665-1743) tillögu til kirkjurituals fyrir ísland og sendu það árið 1729 til Kaupmannahafnar." 9 Den souveraine Kongelov, Lex regia, Kjöbenhavn 14. November 1665. Lovs.fJsl. I, 298-313. f Paragrafi VI segir svo: Skal og Kongen ene have höieste Magt over al Clericiet, fra den höieste til den laveste, at beskikke og anordre al Kirke- og Guds-tjeniste; Möder, Sammenkomste og Forsammlinger og Religions- Sager, naar han det raadeligt eragter, byde, forbyde; og i almindelighed, korteligen at sige, skal Kongen ene have Magt at bruge alle Regalier og jura majestatis hvad Navn de og have kunde.“ LovsfJsl. 1302 10 Danmarks og Norgis Kirke-Ritual. 1685 11 Lbs.410,4to -„ Rituale eða Kirkjuserimoníubók" biskupanna Jóns Amasonar og Steins Jónssonar á ís- lensku er afskrift frá 1792. Afskriftin er sú eina sem til er og ekki í heilu lagi, -það vantar aftan á. Þetta er Kirkjuorða sem er nærri því að vera þýðing á KR 1685 með fáeinum viðaukum úr Lagabókinni 1687. Frávik em líklega aðeins tvö. í Handritasafni Hannesar biskups (Lbs.Nr.5.fol) em Athugasemdir yftr hið íslenska kirkjuritual fyrrum biskupa Islands Steins Jónssonar og Jón Ámasonar sem þeir sendu kanselí- inu 1729. 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.