Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 25

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 25
Ljósið bendir á hamingjuleið - leið sem við þráum að ganga, leið sem við leitum að. Við göngum saman þennan spöl milli lífs og dauða - hvar endar sú leið? spyr margur og svar trúarinnar er að gengið sé í ljósi upprisunnar, mót upprisunni. Það er fyrirheit trúarinnar - sé því enginn gaumur gefxnn er gengið í köldum skugga, lífið verður hversdagsleg skylduganga, lík daufum neista sem hrekkur út í myrkrið en ekki sem ljós trúarinnar er lýsir veginn framundan. Vegurinn framundan er okkur ókunnur. En Jesús segir ljós sitt skína yfir öllum. Það veitir sálarró og huggun þegar við nemum staðar um stund á veginum til að kveðja kæran vin, Jón Magnús Asgeirsson, eða Jón Ma. eins og hann kaus að nefna sig. Hann ólst upp í Bólstaðarhlíðinni hér í borg, í húsi sem kallað var Bræðraborg en það höfðu föðursystkini hans reist um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Það var öruggt umhverfi og frændur og frænkur í nábýli hans. Hann var einkabarn foreldra sinna, þeirra hjóna Sigríðar Jónsdóttur, húsfreyju, og Asgeirs Magnússonar, flugvélstjóra, og var fæddur 10. ágúst 1957. Og sem einkabarn leitaði hann mikið til frændsystkina sinna sem voru á svipuðu reki og hann. Stundum var ekki laust við hann vildi eiga þau að systkinum og á góðum stundum kallaði hann þau systur sínar og bræður. Hann var gersemi Sigríðar og Asgeirs sem vildu veg hans sem mestan enda hann bráðefnilegur, gjörvulegur, sviphreinn og vel greindur. Snemma hjálpfús og laðaðist að gamla fólkinu í Bræðraborg sem sá ekki sólina fyrir drengnum ljúfa. En Ásgeir dvaldist langdvölum fjarri heimili sínu vegna starfa síns sem flugvélstjóri, hann var í Afríku, Ameríku og á Grænlandi - og víðar. Líf föðurins var í launungarfullum fjarska í huga drengsins, fjarlæg lönd urðu honum hugleikin og hann horfði til þeirra í draumum sínum og síðar átti hann sjálfur eftir að búa í Ameríku í fimmtán ár. Móðir hans var honum allt og hún unni honum ákaflega heitt. Sigríður var glaðlynd kona og ljúf í lund, gestrisin með afbrigðum. Gestum og gangandi var tekið fagnandi á heimili þeirra Sigríðar og Ásgeirs og árviss veisluhöld á heimili þeirra eru í minnum höfð fyrir höfðingslund og gleði- brag. Jón var ekki hár í loftinu þegar hann tók að létta undir með móður sinni í ýmsu því er að heimilinu laut. Þetta setti mark sitt á hann alla tíð því hann var mikill heimilismaður og natinn við allt er því viðkom. Það 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.