Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 29
Það var eins og skyggnst hefði verið inn um gátt þessa heims og einhvers
annars en skyndilega var fortjaldið dregið fyrir og hversdagslegur veruleikinn
blasti við. Leiknum var lokið.
Nokkur eru þau sem ekki geta fylgt kærum vini hinsta spölinn þar sem
þau eru stödd í útlöndum. Frændi Jóns, Benedikt, átti ekki heimangengt
frá sendiherrastörfum sínum og hann sendir þessi orð: Benedikt Jónsson og
jjölskylda í London drúpa höfÖi íþakklœti og með virðingu, íyl góðra minninga
og votta aðstandendum dýpstu samúð.
Vinir Jóns, þau sr. Solveig Lára og sr. Gylfi, senda okkur huggunarkveðju
og er hún þakklát Jóni fyrir „áratuga vináttu, tryggð og ómetanlega leiðsögn
á vegi lífsins“.
Hákon Einarsson, frændi Jóns, staddur í Noregi, er með okkur sömuleiðis
í huga og hjarta, kveður frændann sinn góða og félaga í virðingu og þökk.
Við biðjum Guð um að hugga okkur og styrkja á þessari kveðjustundu.
Ljós minninganna góðu er hlýtt og vermir. Minnumst ljóssins sem skín yfir
okkur öllum.
En efst í huga okkar er þakklæti til Guðs fyrir að hafa gefið okkur þann
ágæta mann sem nú er genginn á vit skapara síns. Genginn inn í ljós ljóssins
þar sem allir viðarbútar hafa verið klofnir, þar sem öllum steinum hefur
verið velt við - og steininum hrundið frá gröfinni einu.
Vinurinn okkar kæri verður lagður til hinstu hvílu hjá foreldrum sínum
hér í Fossvogskirkjugarði.
Minnumst þess allar stundir að Guð er miskunnsamur. Við felum Jón
Magnús Asgeirsson — Jón Ma. — á vald miskunnar Guðs.
Friður Guðs blessi þig, kæri vinur!
Amen.
Fossvogskirkja 3. febrúar 2012
Prestur: Hreinn S. Hákonarson
Kór: Scola cantorum
Einsöngvari: Einar Clausen
Organisd: Gunnar Gunnarsson
27