Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 30
Jón Asgeir Sigurvinsson:
Dr. Sigurður Örn Steingrímsson
in memoriam
Dr. Sigurður Örn Steingrímsson, prófessor emeritus, var jarðsunginn
frá Kristskirkju, Landakoti, 6. september sl. en hann lést 26. ágúst eftir
skammvinn veikindi, hartnær áttræður að aldri. Hann var sonur Steingríms
Steinþórssonar, skólastjóra á Hólum, síðar búnaðarmálastjóra, alþingismanns
og ráðherra, og Guðnýjar Theodóru Sigurðardóttur húsfreyju. Sigurður
fæddist að Hólum í Hjaltadal 14. nóvember 1932 og ólst þar upp. Bar
Sigurður sérstakar taugar til þess fornfræga staðar, taugar sem báru hann
ávallt aftur að Hólum, nú síðast í sumar, skömmu áður en hann kenndi
veikinda þeirra er drógu hann til dauða.
Sigurður Örn átti að baki lífshlaup sem um margt var sérstætt og áhuga-
vert og endurspeglaði þannig einstakan og litríkan persónuleika hans sjálfs.
Það var lífshlaup atvinnutónlistarmanns, sem lék með Sinfóníuhljómsveit
íslands en lærði síðan guðfræði og varð virtur ritskýrandi, biblíuþýðandi og
kennari sem vakti áhuga fjölmargra guðfræðistúdenta á tungumáli, sögu og
bókmenntum Gamla testamentisins.
Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 fór
Sigurður Örn utan til náms í fiðluleik við Tónlistarháskóla Vínarborgar þar
sem hann nam m.a. hjá Ricardo Odnoposoff. Námsdvöl hans í Vín stóð í
sex ár, frá 1953-1959, þar sem hann lék m.a. í hljómsveit Ríkisóperunnar
í Vín. Eftir heimkomuna til Islands lék hann með Sinfóníuhljómsveit
íslands en brátt tók líf hans óvænta stefnu er hann hóf nám í guðfræði
samhliða fiðluleik með Sinfóníunni. Sigurður Örn lauk guðfræðiprófi frá
guðfræðideild Háskóla Islands 1969 og fólst lokaverkefni hans í forms-
ögulegri rannsókn á köllun Móse skv. 3. og 6. kafla 2. Mósebókar. Þar
með var tónninn gefinn. Að loknu embættisprófi hélt Sigurður Örn til
Svíþjóðar, nánar tiltekið til Uppsalaháskóla þar sem hann lagði stund á nám
í ritskýringu Gamla testamentisins, semískum tungumálum, assýrískum
fræðum og trúarbragðafræði. Meðal kennara hans þar voru alþjóðlega virtir
fræðimenn, Helmer Ringgren í ritskýringu og trúarbragðafræði, Alfred
28
A