Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 31

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 31
Haldar í assýrískum fræðum og Frithiof Rundgren í semískum tungumálum og almennum málvísindum. Vegir fræða og vísinda geta að sönnu legið um skrítnar krókaleiðir. 1971 kom út bókin Exegese als Literaturwissenschaft eftir Wolfgang Richter, prófessor í gamlatestamentisfræðum við hina kaþólsku guðfræðideild Ludwigs-Maximilian-háskóla í Múnchen. I bók sinni reyndi Richter að bregða styrkari stoðum undir biblíulega ritskýringu og lagði til að nálgun málvísindalegs strúktúralisma yrði beitt við hana; þannig taldi hann að fræðimenn gætu komist að öruggari niðurstöðum sem hægara yrði að sann- reyna á hlutlægan hátt. Nú vildi svo til að Helmer Ringgren, prófessor í Uppsölum og leið- beinandi Sigurðar Arnar, hafði fengið bók Richters í hendur en hafði ekki nokkurn áhuga á að lesa hana. Þess í stað lét hann Sigurð fá hana til lesturs og það átti eftir að setja mark sitt á líf hans eftir það og mynda náin og lifandi tengsl við Múnchen allt til æviloka. Sigurður varð uppnuminn af lestri Exegese als Literaturwissenschaft og sannfærðist um að prófessor Richter hefði hitt naglann á höfuðið hvað varðaði aðferðafræðilega nálgun við greiningu hinna fornu texta. Þannig sér áhrifa Richters þegar stað í doktorsritgerð Sigurðar frá 1979, Vom Zeichen zur Geschichte: eine literar- und formkritische Untersuchung von Ex 6,28-11,10. I rannsókninni leitast Sigurður við að útskýra og lýsa vaxtarferlinu sem liggur að baki núverandi mynd frásagnarinnar af plág- unum í Egyptalandi. Gengur hann út frá því að það mat H. Gressmanns, að textinn sé samsettur úr mörgum mismunandi og oft mótsagnakenndum textabrotum, sé í meginatriðum rétt en það byggist hins vegar á trúar- bragðasögulegum hugmyndum sem eigi sér enga stoð í textanum. Það er því takmark Sigurðar að prófa allar vísbendingar textans til þess að útskýra tilurðarsögu hans. Aðferðafræðileg nálgun rannsóknarinnar byggist á riti Richters frá 1971 en Sigurður vitnar beint til Richters til þess að lýsa fýrsta skrefi rannsóknarinnar, bókmenntarýninni, á grundvelli hverrar textinn er greindur í samhangandi frásagnarstranga og viðbætur, þ.e.a.s. í „litlar textaeiningar“ sem mynda núverandi texta. Hver og ein textaeining er síðan skoðuð og „ytra“ og „innra form“ hennar greint. A grundvelli þeirrar greiningar er síðan innihaldsleg uppbygging og meining textans metin. Næsta skref felst í því að afstaða hverrar textaeiningar til hinna hefðbundnu heimilda Fimmbókaritsins er metin með því að skoða fasta orðanotkun og að lokum er gerð tilraun til að ákvarða textategund út frá ytra formi textans, 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.