Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 37

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 37
Haraldur Hreinsson, Háskóla íslands Átök í Opinberun Jóhannesar1 Um ritskýringu Sigurbjörns Einarssonar á Opinberunarbók Jóhannesar Það hlýtur alltaf að teljast til tíðinda þegar ritskýringarrit við einstök rit Biblíunnar eru gefin út á jafn litlu málsvæði og hinu íslenska. Ritskýringarrit á íslensku eftir íslenska guðfræðinga eru nefnilega fá, örfá raunar, sem er ekki að undra. Skrif á slíkum ritum er fjölþætt, krefjandi og tímafrekt verkefni og lesendahópurinn takmarkaður. Auk þess hefur aðgengi að vönduðum, erlendum fræðiritum jafnan verið prýðilegt og þörfin á frum- sömdum íslenskum ritskýringarritum því ekki knýjandi. Undir lok sjötta áratugar síðustu aldar kom út ritskýringarrit eftir Sigurbjörn Einarsson (1911-2008), þá prófessor við guðfræðideild Háskólans, með skýringum við Opinberunarbók Jóhannesar (gr. Apokalypsis Ioannou).2 Slík útgáfa er ekki einasta athyglisverður atburður sökum þess hversu fátíður hann er, heldur er viðfangsefnið nokkuð óvænt. Þótt Opinberunarbókin sé eitt torræðasta rit Nýja testamentisins og þ.a.l. það rit sem helst þarfnast skýringar við, er það síst efst á lista þegar velja á eitt biblíurit til skýringar fyrir íslenskan lesendahóp. Opinberunarbók Jóhannesar hefur verið umdeild frá því hún leit dagsins ljós. Bæði hefur þróttmikill texti bókarinnar og lifandi myndmál heillað lesendur og gagnast kristnu trúfólki sem sótt hefur til hennar kraft í 1 Þann 29. janúar 2012 lést Jón Ma. Ásgeirsson, kennari minn við guðfræðideild HÍ. Kennsla hans og leiðsögn höfðu mikil áhrif á mig, sennilega meiri en ég hef enn áttað mig á og vil kannast við. Þessi grein er skrifuð í hans minningu, með virðingu, þökk og söknuði. 2 Sjá Sigurbjörn Einarsson, Opinberun Jóhannesar: Skýringar (Reykjavík: ísafoldarprentsmiðja, 1957). Þess má geta að nákvæmlega ári eftir að Opinberun Jóhannesar kom í verslanir var Sigurbjörn kjörinn biskup Islands. Bókin virðist hafa komið út 2. apríl 1958 sem kemur þó ekki heim og saman við þær upplýsingar sem gefnar eru fremst í bókinni þar sem hún er sögð hafa komið út 1957. Af samtímaheimildum má ráða, svo ekki fer á milli mála, að útgáfa bókarinnar hefur frestast, sbr. tilkynningar um útgáfu bókarinnar bæði í Morgunblaðinu og Visi frá 2. apríl 1958. Ári síðar, 2. apríl 1959, voru atkvæði talin og úrslit gjörð kunn í biskupskosningum þeim er Sigurbjörn sigraði í. 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.