Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 39

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 39
hana oft að umtalsefni.* * * 7 Þörf er á hvoru tveggja og þess vegna fagnaðarefni að skýringarrit Sigurbjörns skuli nýlega hafa verið endurútgefið.8 Þessari umfjöllun er ætlað að svara þeim spurningum sem vakna í tengslum við tildrög og útgáfu Opinberunar Jóhannesar. Hvers vegna kaus Sigurbjörn að taka kerfisbundið til umfjöllunar allan texta Opinberunarbókarinnar, undarlegasta rit Nýja testamentisins, rit á mörkum þess sem er samþykkt og litið hornauga? Hér verður ekki horft framhjá þætti hendingar einnar - Sigurbirni var jú uppálagt að kenna ritskýringu Opinberunarbókarinnar við guðfræðideild Háskólans - og einlægs áhuga höfundarins á viðfangsefninu sem blasir við á hverri síðu. En hvers vegna lagði Sigurbjörn á sig þá íyrir- höfn að búa skýringar sínar til prentunar og gefa þær út á bók? Það er ekki algengt — og á Islandi einsdæmi - að bókarútgáfa fylgi í kjölfar ritskýring- aráfanga við guðfræðideildina og öll rit Nýja testamentisins - ekki bara Opinberunarbókin - kalla á fræðilega umfjöllun og almenna útskýringu. Hér skal því stigið skrefinu lengra og því haldið fram að skýringar á efni Opinberunarbókarinnar, guðfræði hennar og meginhugsun, hafi verið hent- ugur farvegur til að árétta skoðanir höfundarins og koma þeim á framfæri opinberlega. Ritskýring Sigurbjörns endurspeglar andrúmsloftið í íslensku samfélagi á þessum tíma og átök um hvernig kirkju og guðfræðingum bæri að bregðast við því; um leið dregur hún dám af þeim átökum sem Sigurbjörn stóð sjálfur í um þær mundir.9 Með því að gaumgæfa skýringar opinberunarinnar", 57721 (2005): 95-106. Væntanleg er einnig bók eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson þar sem hann tekur valda texta Opinberunarbókarinnar til gaumgæfilegrar skoðunar. Sigurjón Árni Eyjólfsson, Trú, von ogþjó3 (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, væntanleg). 7 Það má e.t.v. skýra með því að tiltölulega fá textaknippi úr Opinberunarbókinni liggja til grundvallar í textaröðum kirkjuársins. Algengast er að heyra lesið og rætt um Opb 21.1-4 („Og ég sá nýjan himin og nýja jörð ...“) og þá helst við jarðarfarir. Þá hefur Opb 2.lOc („Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“) lengi gegnt lykilhlutverki við fermingar enda þótt ekki sé vísað til textans í handbók frá 1981, sjá Handbók íslensku kirkjunnar (Reykjavík: Kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju, 1981), 130-131. Þrátt fýrir það hafa margir prestar haldið áfram að nota textann við fermingar. 8 Af því tilefni að 100 ár voru liðin frá fæðingu Sigurbjörns voru skýringar hans við Opinberunarbókina endurútgefnar árið 2011. Líta má á þessa grein sem ítardóm um þá útgáfu. Sjá Opinberun Jóhannesar: Skýringar ásamt biblíutextanum (2. útg.; Reykjavík: Skálholtsútgáfan, 2011 [1957]). Tilvísanir í bls.tal miðast við 2. útgáfu bókarinnar. 9 Þessi nálgun á viðfangsefnið er óneitanlega undir áhrifum frá þeirri hugmyndafræði við söguritun sem gengur út frá því að allar heimildir - öll orðræða yfirhöfúð - og þær sannleikskröfúr sem í þeim felast, endurspegli umhverfi sitt og margs konar átök sem þar eru undirliggjandi, sbr. Michel Foucault, The Archaeology of Knowledge and the Discourse on Langmge (þýð. A. M. Sheridan Smith; New York: Vintage, 1972), 215-237. Sjá einnig Catherine Gallagher og Stephen Greenblatt, Practicing New Historicism (Chicago og London: The University of Chicago Press, 2000), einkum 1-48. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.