Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 44

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 44
Yarbro Collins kveður skýrt á um að hér sé ekki um að ræða ofsóknir gegn kristnum og forðast slíka hugtakanotkun en Schiissler Fiorenza vill halda henni. Hún vill engu að síður endurskoða og útvíkka inntak hugtaksins „ofsóknir“. Enda þótt ekki sé hægt að tala um kerfis bundnar ofsóknir Dómitíanusar gegn kristnu fólki, þá var Opinberunarbókin samt sem áður skrifuð sem viðbragð við kerfislægum ofsóknum drottinvalds rómverska heimsveldisins gegn þeim sem minna máttu sín.25 Margir hinna kristnu söfnuða upplifðu sig sérstaklega kúgaða í valdakerfi rómverska heims- veldisins. Þeim voru í fersku minni hrakfarir og áföll sem Róm var beinlínis um að kenna, t.d. eyðilegging Jerúsalem árið 70, fjöldaaftökur Nerós á kristnu fólki, og a.m.k. eitt tilvik píslarvættis.26 Auk þess gátu þeir ekki hugsað sér að taka þátt í keisaradýrkuninni, sem var áberandi þáttur í menn- ingarlífi borganna á þessum slóðum.27 Þeir þurftu þess vegna öðrum fremur að óttast aðsúg eða refsingar af háifu yfirvalda, hvort sem það var í mynd fátæktar og skorts á gæðum, fangavistar eða lífláts. Samkvæmt Schússler Fiorenza er þess vegna best að ræða bakgrunn Opinberunarbókarinnar í ljósi þessa yfirgangs heimsveldisins sem skýrir um leið hvers vegna orðræða ritsins er jafn áleitin og ögrandi og raun ber vitni; hún endurspeglar knýjandi þörf á og þrá eftir viðbrögðum við óréttlæti, þ.e. vandanum sem að steðjar.28 Af ofangreindu má sjá að fræðimenn geta kosið að endurgera þann sögulega veruleika sem liggur að baki texta Opinberunarbókarinnar með ýmsum hætti. Flestir eru þó sammála um að hreyfiafl textans er djúpstæður vandi sem hinir kristnu túlka sem svo að sótt sé að þeim. I textanum sjálfum birtist þessi hugsun í baráttu eða beinum átökum milli fulltrúa 25 Elisabeth Schiissler Fiorenza, The Book of Revelation: Justice andJudgment (Philadelphia: Fortress Press, 1984), 194. Schiissler Fiorenza hefur lengi einbeitt sér að því að greina og sporna gegn kúgun og óréttlæti sem innbyggt er í valdakerfi og orðræðu slíkra valdakerfa. Sjá t.d. sama höfi, The Power ofthe Word: Scripture and the Rhetoric ofEmpire (Philadelphia: Fortress, 2007). 26 Opb 2.13. 27 Því hefur oft verið haldið fram að talsmenn keisaradýrkunar hafi verið sérstaklega ágengir þegar Opinberunarbókin var að taka á sig mynd og að slík dýrkun hafi jafnvel færst í aukana á valdatíma Dómitíanusar. Þessu hefur Friesen andmælt og fært fyrir því allsannfærandi rök að ekkert bendi til slíkrar aukningar í heimildum. Andúð á keisaradýrkuninni er áberandi í Opinberunarbókinni, sérstaklega síðari hluta hennar, en sú staðreynd ein og sér nægir ekki til að sýna fram á að dlbeiðsla á keisaranum hafi sótt í sig veðrið um þær mundir sem hún var skrifuð. Friesen, Imperial Cults, 145-151. 28 Schússler Fiorenza, Book of Revelation, 196-199. Mjög ámóta þankagang er að finna hjá Elaine Pagels, Revelations: Visions, Prophecy, and Politics in the Book of Revelation (New York: Viking, 2012) einkum 16-34. 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.