Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 48
Aðferð Sigurbjörns og deilur um túlkun Að lokinni fræðilegri kynningu á Opinberunarbókinni víkur Sigurbjörn að texta hennar og byggir umfjöllun sína upp eftir hinu hefðbundna ritskýr- ingarformi. Hann fjallar um texta ritsins frá upphafi til enda, tekur á ýmsum álitamálum og skýrir atburði, tákn og persónur sem upp koma eftir því sem flókinni atburðarásinni vindur fram. Umfjöllun um tiltekin textaknippi hefst jafnan með því að Sigurbjörn víkur annars vegar að sögulegu samhengi efnis textans og hins vegar að því hvernig það skuli skilið í heildarsamhengi ritsins. í þeirri umræðu byggir Sigurbjörn á erlendum ritskýringarritum eftir nafntogaða fræðimenn á borð við Robert Henry Charles (1851-1930) og Ernst Lohmeyer (1890-1946) sem hann vísar til í lok bókarinnar.41 En hin sögulega nálgun er ekki nema hluti af þeirri umræðu sem fram fer á síðum bókarinnar. Oftar en ekki heyrist skýr predikunartónn svo ekki verður um villst að texti Sigurbjörns er ekki ritskýringarrit af þeim toga sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi þar sem meginþungi hvílir á þeirri þekkingu sem aðferðafræði sögurýninnar (e. historical criticism) getur aflað. Sögurýnin fær vissulega rúm í ritskýringu Sigurbjörns en þó helst að því leyti sem hún þjónar því hlutverki að leiða inn í annars konar umfjöllun.42 Umfjöllun sem er skyldari kirkjuguðfræði eða predikun en nokkru öðru þar sem liggur beint við að yfirfæra veraldlegar hræringar og átök yfir á kosmískar hliðstæður þeirra. í túlkun sinni gengur Sigurbjörn út frá því að gildi Opinberunarbókarinnar sé ekki bundið við eitthvert eitt ákveðið tímaskeið heldur að í henni sé að finna sannindi sem eigi jafnt við í dag sem á þeim degi sem skrifarinn gekk frá fyrsta handriti bókarinnar fullkláruðu; að boðskapur hennar geti raun- gerst og öðlast merkingu fyrir lesendum og áheyrendum óháð tímaskeiðum og aðstæðum. Sigurbjörn lýsir nálgun sinni með eftirfarandi orðum: „Eitt er að vita, hvernig orðalag eða hugtak er undir sig komið, annað að ná þeim hljómi, sem í orðunum fólst í eyrum fyrstu lesenda, þriðja að leitast við að 41 Sigurbjörn Einarsson, Opinberun Jóhannesar, 229. 42 Hvað viðvíkur aðferð er rit Sigurbjörns auðvitað ekkert einsdæmi. Kunnasta ritið þar sem þessari aðferð er beitt er sennilega bók Karls Barth (1886-1968) um Rómverjabréfið. í formála að 2. útgáfu Rómverjabréfsins sem út kom 1921 útskýrir Barth stuttlega hvernig hann nálgast ritskýringu og svarar um leið gagnrýni sem hann fékk fyrir að beita aðferðum sögurýninnar í minna mæli en þá tíðkaðist. Karl Barth, The Epistle to the Romans (þýð. úr 6. útg. Edwyn C. Hoskyns; London, Oxford, New York: Oxford University Press, 1968 [1933]), 6-13. Sú útskýring virðist eiga vel við þá aðferð sem Sigurbjörn beitir við ritskýringu sína á texta Opinberunarbókarinnar. 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.