Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 52

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 52
varð uppreisn í Ungverjalandi sem sovéskur her barði niður með vopnavaldi og miklu mannfalli. Um mjög svipað leyti, þ.e. síðla árs 1956, blossaði Súesdeilan upp. Eins og ritskýrendur hafa gert í aldanna rás, speglar Sigurbjörn vopna- skak líðandi stundar í stríðinu sem geisar á síðum Opinberunarbókarinnar. „Víglínan í því stríði,“ segir Sigurbjörn, „spennir um alheim og liggur um hverja sál“ og umræða höfundar Opinberunarbókarinnar á erindi við alla u'ma, ekki síst vora. Að sumu leyti er samtíð höfundar nær oss, sem nú lifum, en mörgum gengnum kynslóðum. Orð hans mættu hafa fullskýra merkingu í eyrum kynslóðar, sem hefur horfst í augu við tvær tröllefldar stefnur, er báðar hafa tignað foringja sína sem einu guðdóms- verur alheimsins, báðar lagt reginþunga og klóhvassa arma á kirkju Krists og hvert það afl, sem líklegt gat verið til þess að hamla gegn algerri einmótun í hugsun, fullkominni undirgefni undir kúgunarvaldið.57 í ritskýringu sinni reynir Sigurbjörn ekki að láta það líta svo út að hann nálgist textann með hlutlausum augum fræðimannsins eins og tíðkaðist hjá mörgum ritskýrendum á þessum árum. Hann tekur sér stöðu við hlið Jóhannesar spámanns því þeir tilheyra sömu líðandi og stríðandi kirkju sem er enn í miðpunkti kosmískra átaka. Enn stafar hætta af falsspámönnum, dýrum, drekum og skækjum þó það sé í öðrum áþreifanlegri og nærtækari myndum. Tuttugasta öldin vitnar um að andstæðingar kirkjunnar, og þ.a.l. allra þeirra er berjast hinni góðu baráttu, taka á sig mynd í manndýrkun hvers konar. Óvinurinn er „sjálfshugð mannsins og sérhyggja, eins og hún birtist blindust og tröllauknust í hernaði og heimsvaldastefnum“.58 Ófriðarbál tuttugustu aldar gaf Sigurbirni tilefni til afdráttarlausrar gagnrýni gegn stríðsrekstri og ofbeldi hvers konar og hvatningar til þess að taka skýra afstöðu gegn öllum birtingarmyndum þess. En í þeirri gagnrýni 57 Sigurbjörn Einarsson, sama rit, 28. Sjá einnig 89, 117, 155. Þessarar nálgunar virðist einnig hafa gætt í markaðssetningu bókarinnar en í auglýsingu á bók Sigurbjörns í Morgunblaðinu segir: „Opinberun Jóhannesar er samin á tímum, þegar alræðisvald heimtaði alger yfirráð yfir sál og samvizku þegna sinna. Heimsbyggðin laut einræðisherra, sem krafðist þess að vera dýrkaður sem guð, að við lögðum afarkostum. Kristin kirkja var ung, fámenn og snauð. En hún stóð gegn þessari kröfu af óbifanlegri festu. Höfundur Opinberunarbókar er meðal fremstu leiðtoga kirkjunnar á þessum tima. Bók hans opinberar eðli slíkra átaka, þar sem barizt er fyrir helgasta rétti mannsins gegn kúgunarvaldi. Hún á erindi við alla tíma og þó við enga fremur en vora.“ Morgunblaðið 2. apríl 1958, 7. 58 Sigurbjörn Einarsson, Opinberun Jóhannesar, 93. 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.