Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 72
jafnvel líkamshluta manna. Litið er í síauknum mæli á vísindalegar upp-
götvanir sem séreign. Siðfræðileg umskipti vísindanna, sem áður þjónuðu
almannahagsmunum en þjóna nú fyrst og fremst einkafyrirtækjum, hafa
skelfilegar afleiðingar fyrir notkun þekkingar og upplýsinga og aðganginn
að þeim. Nýjum viðfangsefnum vísindanna fylgir sjúkleg áhersla á þróun
þeirra afurða sem auðveldast er að markaðssetja og selja sem víðast, í stað
þess að þróaðar séu aðferðir sem samrýmast fjölbreytilegum staðháttum og
félaglegum og efnahagslegum aðstæðum.22
Hér er lýst breytingum á vettvangi þekkingarleitar og þekkingarnotkunar
sem raunar hafa átt sér stað hvað eftir annað og á mismunandi sviðum þótt í
öðrum mæli hafi verið. Hin samfélagspólitíska hlið slíkra breytinga er einnig
dregin skýrt fram. Þekking hefur hvað eftir annað verið stöðluð. Þekking
hefur oftsinnis áður tengst hagsmunum líkt og hér var lýst. Samfélagsöfl
hafa áður skapað sér forskot í meðferð þekkingar. Þekking hefur áður verið
notuð sem valdatæki og söluvara, en þó líklega aldrei í sama mæli og á eins
kerfisbundinn hátt og nú. Fyrr á öldum tók kirkjan sér t.a.m. vald til að skil-
greina rétta og ranga þekkingu og skapaði sér forskot til að túlka heiminn
og fyrirbæri hans. Hún lagði Vesturlöndum til heimsmynd sem öðrum bar
að byggja á. Þá tókust á „stór“, kirkjuleg menning og fjölskrúðugar „litlar
menningar“ með alþýðlegar og að nokkru leyti for-kristnar rætur. Svipuð
þróun átti sér stað í kjölfar vísindabyltingarinnar og upplýsingarinnar
þegar náttúruvísindin tóku við þessu túlkunarforskoti af kirkjunni. Á því
skeiði má sjá árekstur milli tveggja „stórra menninga“, hinnar kristnu eða
kirkjulegu og hinnar vísindalegu eðapósitívísku. Með því er átt við þekkingu
sem byggð er á náttúruvísindalegri heimsmynd, raunhyggju (pósitívisma),
og miðar að efnislegum framförum, einkum fyrir hina „réttmætu“ handhafa
þekkingarinnar eða rétthafa hennar. Nútíminn var auk raunhyggjunnar
mótaður af efnishyggju, vélhyggju og afstæðishyggju.
Á 20. öld gerðist það hins vegar í áður óþekktum mæli að þekking
var markaðs- og einkavædd, gerð að söluvöru og drifkrafti í alþjóðlegum
viðskiptum stórfyrirtækja og auðhringa. Þessar nýju aðstæður skapa brýnt
siðfræðilegt viðfangsefni þar sem hin einkavædda þekking hefur markvisst
verið notuð til að vinna gegn stað- og hefðbundnum viðhorfum sem reynst
hafa vel til þessa.23
22 Ákall til mannkyns, 2011: 103.
23 Ákall til mannkyns, 2011: 76.