Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 72

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 72
jafnvel líkamshluta manna. Litið er í síauknum mæli á vísindalegar upp- götvanir sem séreign. Siðfræðileg umskipti vísindanna, sem áður þjónuðu almannahagsmunum en þjóna nú fyrst og fremst einkafyrirtækjum, hafa skelfilegar afleiðingar fyrir notkun þekkingar og upplýsinga og aðganginn að þeim. Nýjum viðfangsefnum vísindanna fylgir sjúkleg áhersla á þróun þeirra afurða sem auðveldast er að markaðssetja og selja sem víðast, í stað þess að þróaðar séu aðferðir sem samrýmast fjölbreytilegum staðháttum og félaglegum og efnahagslegum aðstæðum.22 Hér er lýst breytingum á vettvangi þekkingarleitar og þekkingarnotkunar sem raunar hafa átt sér stað hvað eftir annað og á mismunandi sviðum þótt í öðrum mæli hafi verið. Hin samfélagspólitíska hlið slíkra breytinga er einnig dregin skýrt fram. Þekking hefur hvað eftir annað verið stöðluð. Þekking hefur oftsinnis áður tengst hagsmunum líkt og hér var lýst. Samfélagsöfl hafa áður skapað sér forskot í meðferð þekkingar. Þekking hefur áður verið notuð sem valdatæki og söluvara, en þó líklega aldrei í sama mæli og á eins kerfisbundinn hátt og nú. Fyrr á öldum tók kirkjan sér t.a.m. vald til að skil- greina rétta og ranga þekkingu og skapaði sér forskot til að túlka heiminn og fyrirbæri hans. Hún lagði Vesturlöndum til heimsmynd sem öðrum bar að byggja á. Þá tókust á „stór“, kirkjuleg menning og fjölskrúðugar „litlar menningar“ með alþýðlegar og að nokkru leyti for-kristnar rætur. Svipuð þróun átti sér stað í kjölfar vísindabyltingarinnar og upplýsingarinnar þegar náttúruvísindin tóku við þessu túlkunarforskoti af kirkjunni. Á því skeiði má sjá árekstur milli tveggja „stórra menninga“, hinnar kristnu eða kirkjulegu og hinnar vísindalegu eðapósitívísku. Með því er átt við þekkingu sem byggð er á náttúruvísindalegri heimsmynd, raunhyggju (pósitívisma), og miðar að efnislegum framförum, einkum fyrir hina „réttmætu“ handhafa þekkingarinnar eða rétthafa hennar. Nútíminn var auk raunhyggjunnar mótaður af efnishyggju, vélhyggju og afstæðishyggju. Á 20. öld gerðist það hins vegar í áður óþekktum mæli að þekking var markaðs- og einkavædd, gerð að söluvöru og drifkrafti í alþjóðlegum viðskiptum stórfyrirtækja og auðhringa. Þessar nýju aðstæður skapa brýnt siðfræðilegt viðfangsefni þar sem hin einkavædda þekking hefur markvisst verið notuð til að vinna gegn stað- og hefðbundnum viðhorfum sem reynst hafa vel til þessa.23 22 Ákall til mannkyns, 2011: 103. 23 Ákall til mannkyns, 2011: 76.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.