Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 73

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 73
Hér virðist mannkyn komið að mærum í þekkingaröflun sinni þar sem nema verður staðar og spyrja grundvallarspurninga um siðferðilega ábyrgð þeirra sem afla sér vísindalegrar þekkingar, ekki síst á lífríki jarðar, og hagnýta hana. Nútíminn kann að þessu leyti að vera kominn að eigin endimörkum. Hrun nútímans Færa má rök að því að nútíminn hafi varað í 300 ár eða frá því um miðbik 17. aldar til miðbiks þeirrar 20. Síðan má deila um hvað tók við, síð- eða eftir-nútími sem oft er nefnt póst-módernítet. Hvörf af þessu tagi ganga aldrei yfir í skjótri svipan og verða ekki greind til fulls fyrr en frá líður. Enn sem komið er verður því engin heildstæð mynd dregin upp af straumhvörfunum um miðja 20. öld. Hér á eftir skal þó vikið að nokkrum þáttum þeirra. Upphafendalokanna Heimsmynd og viðmið Vesturlanda eru enn mótuð af nútímanum. Við sem nú erum á miðjum aldri erum afsprengi hans. Við erum mótuð af þeim hugsunarhætti, þeirri orðræðu og því hugarfari (mentalíteti) sem einkenndi hann. Eitt dæmi um áhrif þess hugarfars er það sem kalla má „vaxtar- mentalítef. Það er hugarfar sem krefst stöðugt aukins hagvaxtar, ávöxtunar (sbr. nýyrðið „ávöxtunarkrafa“ sem mjög ruddi sér til rúms hérlendis á árunum fyrir 2007), framfara og framkvæmda. Þetta er pósitívískt hugarfar sem svo sannarlega hefur lifað af efnahagshrunið 2008. Það var þó þess eðlis að efasemdir ættu að hafa vaknað í garð „vaxtar-hugarfarsins“ þar sem aðeins er stigsmunur á vexti og þenslu á fjölmörgum sviðum. Á síðari hluta 20. aldar tók grundvöllurinn að molna undan nútímanum. Til að skerpa línurnar skal því haldið fram að upplausn eða hrun nútímans hafi hafist kl. 8:15 að morgni 6. ágúst 1945 er áhöfn bandarísku sprengju- flugvélarinnar Enola Gay lét kjarnorkusprengjuna Little Boy falla á miðborg Hírósíma. Þau straumhvörf sem þá urðu voru síðan staðfest á óafturkræfan hátt á þriðja degi þaðan í frá er áhöfnin á Bockscar varpaði sprengjunni Fat Man á Nagasaki.24 Með þessum atburðum stóð mannkyn á þröskuldi nýrrar aldar. Svo tilvistarlegum straumhvörfum er best að lýsa á persónulegan máta. Ég sem þetta rita var enn ekki fæddur á þessum tíma. Ég fæddist miðja vegu milli 24 Little Boy. Slóð, sjá heimildaskrá. 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.