Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 76

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 76
eftir Jóhannes úr Kötlum.31 Einnig má nefna Atómstöðina (1948) eftir Halldór Laxness.32 Frá guðfræðilegu sjónarhorni gefa mörg ljóðin í annarri ljóðabók Snorra Hjartarsonar, A Gnitaheiði (1952), þó einna áhugaverðustu innsýnina í hugarheim og tilfmningalíf þess fólks sem komið var til vits og ára í upphafi kalda stríðsins.33 Sá heimsendir af mannavöldum sem hér um ræðir á lítið skylt við myndir af heimsendi í eskatólógískri og/eða apókalyptískri merkingu trúarinnar þar sem riddarar á hvítum, rauðum, svörtum og bleikum hestum geysast fram við engilsraust eins og segir í Opinberunarbók Jóhannesar,34 Þá vekur það líka óhug að heimsendir af mannavöldum tengist ekki einhverri óræðri framtíð heldur eru merki hans þegar tekin að koma fram. Það er raunar algerlega vitað að slíkur heimsendir er í nánd ef sú kynslóð sem nú er við stjórnvölinn grípur ekki til öflugra mótvægisaðgerða þegar í stað. Hér er ekki endilega átt við heimsendi sem felast muni í að „frumefnin sundurleysist í brennandi hita“ eða allt líf á jörðinni líði undir lok.35 Hvort tveggja gæti þó vissulega gerst. Sá heimsendir sem um ræðir getur allt eins falist í því að sá manngerði heimur sem við höfúm byggt í náttúrulegu umhverfi okkar muni „hrynja“ í þeirri mynd sem við þekkjum hann nú.36 Afkomendum okkar kann eftir fáar kynslóðir að verða vísað út úr því umhverfi sem við vissulega höfum litið á sem okkar eigin Eden. Er þar átt við vestræn neyslu- og velferðarsamfélög með þétt riðið öryggisnet og ríkuleg lífsþægindi. Það er Paradís sem hefúr þó aðeins staðið örlitlum hluta mannkyns opin. Við, Vesturlandabúar, erum tvímælalaust komin að mörkum þar sem okkur ber siðferðileg og trúarleg skylda til að staldra við. 31 Hjalti Hugason 2004. Hjalti Hugason 2005. 32 íslensk bókmenntasaga 2006(4): 419-429,455-466 (Dagný Kristjánsdóttir). 33 í forn-germanskri mýtólógíu var Gnitaheiði staðurinn þar sem óvætturin Fáfnir lá á gulli sínu. f pólitísku líkingamáli Snorra Hjartarsonar var Gnitaheiði að finna suður á Miðnesi. Ljóðið „í garðinum" miðlar t.d. vel þeim kenndum sem kalda stríðið olli en það er að líkindum ort árið 1950 og tengist því inngöngu fslands í NATO (Snorri Hjartarson 2006: 88-89). Þetta er allegórískt ádeiluljóð þar sem vísanir í sagnheim Biblíunnar, sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og stöðu hennar í kjölfar styrjaldarinnar fléttast saman (Hjalti Hugason, 2007: 161-164). Ljóðið yrkir Snorri út af frásögn guðspjallanna af örvæntingu Krists í Getsemane. Það vísar þó út fyrir frásöguna og talar inn í aðstæður íslensku þjóðarinnar sem og manns og heims á tvísýnum tímum. í lokahendingunni er boðuð von sem tengd er komu ljóðmælandans „í friðhelgri tign“. I þessu ljóði líkt og í hinum trúarlegu heimsslitasögnum takast á ljós og myrkur, eyðing og endurnýjun, krisis og lysis (Hugtök og heiti 1989: 158). 34 Opb 6.2-6.8. 35 2Pét 3.10. 36 Með „manngerðum heimi“ er hér átt við það sem oft er nefnt cultural nature. Sjá m.a. Unnur Birna Karlsdóttir, 2010: 14.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.