Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 82
Nú á dögum ber oft á því að kallað sé eftir skerpingu af hálfu þjóð-
kirkjunnar. Hún er talin þjóna hlutverki sínu best með afdráttarlausri
og hefðbundinni boðun. Ástæður þess að kallað er eftir skerpingu eru af
mismunandi toga. Þær geta verið hreint trúarlegar: Með skerpingunni er talið
að kirkjan verði fyrst höfundi sínum, uppruna og köllun trú. Skerpingin er
þá skoðuð sem andstæða hálfvelgju, afsláttar og málamiðlunar sem kirkjan
er ekki talin hafa umboð til að sýna umhverfi sínu. Skerping af þessu tagi
felur í sér að meirihlutinn hafi meiri rétt en minnihlutinn í trúarefnum líkt
og á mörgum öðrum sviðum í lýðræðisríki. Þá er og lögð áhersla á að hann
hafi sögulegt forskot, þ.e. hafi verið fyrir á svæðinu er minnihlutinn kom til
og sé því í ríkari mæli hluti af hinni staðbundnu menningu og beri sérstök
viðurkenning þess vegna.
Trúarstofnun sem beitir skerpingu er í mun að standa vörð um hefð-
bundna stöðu og rétt sinn og félaga sinna. Þannig lét t.a.m. prófastur í
þjóðkirkjunni þau orð falla í nýlegu tímaritsviðtali að fólk skyldi gæta þess
að 1, 5 eða 10% geti ekki ákveðið hvað hin 90, 95 eða 99% gera.49 Þetta
er að sönnu rétt á fjölmörgum sviðum og ekki síst þeim sem falla undir
einkamál. Þess ber þó að gæta að tölfræði þessari beitti prófasturinn gegn
því að tekið væri of ríkt tillit til sjónarmiða foreldra sem ekki fella sig við
trúarlegt áreiti á börn sín í leik- og grunnskólum. Krafan um að börn með
slíkan bakgrunn verði ekki jaðarsett eða gerð „öðruvísi“ vegur samt sem áður
þungt út frá hreinum mannréttindasjónarmiðum þegar um skyldunáms-
skóla er að ræða. Þar er krafan um jafnræði, m.a. á sviðum sem tengjast trú,
eindregnari en víðast annars staðar í opinberu rými. Þá má og færa rök að
því að í samskiptum við minnihlutahópa beri meirihlutastofnun á borð við
þjóðkirkjuna fremur að huga að þeim félagslegu og siðferðilegu skyldum
sem meirihlutastaða hennar skapar henni en að krefjast réttar síns í krafti
þess að hún sé kirkja meirihlutans eða hafi hefðina sín megin. Þjóðkirkjan
ætti fremur að leitast við að vera málsvari trúfrelsis öllum til handa bæði
í orði og á borði en að grípa til skerpingar. Hér er um svipaða ábyrgð
að ræða og Drottinn kallaði Israelsþjóðina til gagnvart útlendingum sem
bjuggu meðal hennar.50 „Utlendingurinn“ stendur í þeirri samlíkingu fyrir
sérhvern minnihluta. Þeir minnihlutar sem þjóðkirkjan á í samskiptum við
eiga þó flestir fullan borgararétt í landinu og njóta m.a. verndar jafnræðis-
49 Ragnar Gunnarsson, 2011: 19.
50 5Mós 10.18, 10.19; 14.21; 26.12-26.13.
80