Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 82
Nú á dögum ber oft á því að kallað sé eftir skerpingu af hálfu þjóð- kirkjunnar. Hún er talin þjóna hlutverki sínu best með afdráttarlausri og hefðbundinni boðun. Ástæður þess að kallað er eftir skerpingu eru af mismunandi toga. Þær geta verið hreint trúarlegar: Með skerpingunni er talið að kirkjan verði fyrst höfundi sínum, uppruna og köllun trú. Skerpingin er þá skoðuð sem andstæða hálfvelgju, afsláttar og málamiðlunar sem kirkjan er ekki talin hafa umboð til að sýna umhverfi sínu. Skerping af þessu tagi felur í sér að meirihlutinn hafi meiri rétt en minnihlutinn í trúarefnum líkt og á mörgum öðrum sviðum í lýðræðisríki. Þá er og lögð áhersla á að hann hafi sögulegt forskot, þ.e. hafi verið fyrir á svæðinu er minnihlutinn kom til og sé því í ríkari mæli hluti af hinni staðbundnu menningu og beri sérstök viðurkenning þess vegna. Trúarstofnun sem beitir skerpingu er í mun að standa vörð um hefð- bundna stöðu og rétt sinn og félaga sinna. Þannig lét t.a.m. prófastur í þjóðkirkjunni þau orð falla í nýlegu tímaritsviðtali að fólk skyldi gæta þess að 1, 5 eða 10% geti ekki ákveðið hvað hin 90, 95 eða 99% gera.49 Þetta er að sönnu rétt á fjölmörgum sviðum og ekki síst þeim sem falla undir einkamál. Þess ber þó að gæta að tölfræði þessari beitti prófasturinn gegn því að tekið væri of ríkt tillit til sjónarmiða foreldra sem ekki fella sig við trúarlegt áreiti á börn sín í leik- og grunnskólum. Krafan um að börn með slíkan bakgrunn verði ekki jaðarsett eða gerð „öðruvísi“ vegur samt sem áður þungt út frá hreinum mannréttindasjónarmiðum þegar um skyldunáms- skóla er að ræða. Þar er krafan um jafnræði, m.a. á sviðum sem tengjast trú, eindregnari en víðast annars staðar í opinberu rými. Þá má og færa rök að því að í samskiptum við minnihlutahópa beri meirihlutastofnun á borð við þjóðkirkjuna fremur að huga að þeim félagslegu og siðferðilegu skyldum sem meirihlutastaða hennar skapar henni en að krefjast réttar síns í krafti þess að hún sé kirkja meirihlutans eða hafi hefðina sín megin. Þjóðkirkjan ætti fremur að leitast við að vera málsvari trúfrelsis öllum til handa bæði í orði og á borði en að grípa til skerpingar. Hér er um svipaða ábyrgð að ræða og Drottinn kallaði Israelsþjóðina til gagnvart útlendingum sem bjuggu meðal hennar.50 „Utlendingurinn“ stendur í þeirri samlíkingu fyrir sérhvern minnihluta. Þeir minnihlutar sem þjóðkirkjan á í samskiptum við eiga þó flestir fullan borgararétt í landinu og njóta m.a. verndar jafnræðis- 49 Ragnar Gunnarsson, 2011: 19. 50 5Mós 10.18, 10.19; 14.21; 26.12-26.13. 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.