Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 87

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 87
þegar jafnvægi og friður ríkti milli manns og náttúru.581 þeim boðskap sem leiddur verður af stórsögu þar sem sköpun og endurnýjun markar upphaf og lokapunkt felst yfirlýsing um helgi alls lífs á jörðu. Á grundvelli slíkrar heimsmyndar er ógerlegt að verja þá umgengi við náttúruna sem tíðkast hefur frá árdögum nútímans, þ.e. um daga vísinda- og tæknibyltinganna. Það nægir heldur ekki að fulltrúar trúarstofnana á borð við þjóðkirkju okkar tali í almennum orðum fyrir hreinu lofti, ómenguðu vatni og friði í heiminum eins og stundum hefur verið látið nægja í félags- legum afskiptum kirkna og trúarstofnana. Þvert á móti er knýjandi nauðsyn að kirkjan taki höndum saman við alla þá aðila - einstaklinga, félög, samtök, hreyfmgar og jafnvel fyrirtæki- sem bera hag lífsins á jörðinni fyrir brjósti og taki þátt í rannsóknum, samræðum, fræðslu og aðgerðum sem miða að því að sporna gegn áframhaldandi ranglæti í skiptingu jarðargæða, frekari breytingum á loftslagi, aukinni einsleitni, áframhaldandi útrýmingu lífvera og sérhverjum þeim merkjum sem upp koma um að vistkerfi okkar sé í hættu. Framlag trúarstofnana í þessu efni byggist ekki aðeins á brýnni þörf mannkyns eða almennri félagslegri ábyrgð stofnana heldur má bókstaflega leiða það út frá hugmyndagrunni og hefðum þeirra sjálfra. Hér er um það að ræða að kirkjan hverfi aftur til sköpunarguðfræði sinnar og eskatólógíu, 1. og 3. greinar hinna þrískiptu trúarjátninga og dragi af þeim praktískar ályktanir til bjargar lífinu á jörðinni og framtíð þess. Þetta kallar á guðfræðilegt starf sem fram þarf að fara í háskólum og á vegum kirkjulegra stofnana en jafnframt í þverfræðilegu samstarfi við fólk af ýmsum sviðum líf-, jarð-, og veðurfarsfræða svo nokkuð sé nefnt. Slíkt fræðastarf þarf síðan að skila sér út í „praktískt“ kirkjustarf, t.d. á sviði kærleiksþjónustu.59 Þá þarf kirkjan - hér er átt við allar kirkjur heims, þar á meðal þjóðkirkju okkar - að vekja athygli á að ýmsar áherslur, sem nú ráða för í vísinda- rannsóknum og einkum hagnýtingu þeirra, kalla fram ágeng siðfræðileg álitaefni sem vísindasamfélagið sjálft hefur ekki brugðist við á fullnægjandi máta. Rannsóknir eru að hluta knúnar áfram af markaðsöflum, árangurs- mælikvörðum og kröfum um ávöxtun og fjárhagslega framlegð. Þegar hefur verið bent á dæmi um markaðs- og einkavæðingu þekkingar á vettvangi landbúnaðar. Það sem þar var sagt á við um fleiri svið þekkingar sem áhrif 58 Slík sýn kemur m.a. fram í Jes 11. 6-11.9. 59 Sjá í þessu sambandi Þjónusta í síbreytilegu samhengi, 2012. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.