Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 89
menningu" (hin fjölbreyttu þekkingarkerfi heimsins, verkkunnátta þeirra og
vísdómur). Hér er hvorki hvatt til skerpingar með því að yfirdrífa sérleika
hefðbundinnar þekkingar né innhverfingar þar sem ágæti hinnar hefð-
bundnu þekkingar væri yfirdrifið. Þvert á móti er mælt með samvinnu eða
samhæfingu vestrænna vísinda og staðbundinnar, upprunalegrar þekkingar
ýmissa samfélaga í þriðja heiminum. Það er með öðrum orðum hvatt til
þess sem hér hefur verið nefnt aðlögun. Ekki er aðeins hvatt til aðlögunar
milli vísindalegrar og hefðbundinnar þekkingar eða „lítillar“ og „stórrar
menningar“ heldur og milli þeirra og „hinna andlegu sameiningaraðferða“
sem Vesturlönd misstu vissulega að mestu sjónar á um daga nútímans. En
til þeirra teljast ekki síst trúarbrögð og trúarstofnanir. Alþjóðanefndin um
framtíð matvæla og landbúnaðar lítur því svo á að aðeins með samstilltu
átaki nútímalegra og hefðbundinna sjónarmiða, veraldlegra og trúarlegra
verði markmiðum hennar náð.
Hér er með beinum hætti höfðað til trúarbragða og trúarstofnana og þau
kölluð til ábyrgrar þátttöku. Frammi fyrir þeim áskorunum sem m.a. er bent
á í skýrslum Alþjóðanefndar um framtíð matvæla og landbúnaðar verður í
raun og veru ekki hjá því komist fyrir kirkjur og trúarstofnanir almennt að
íhuga hvort ekki sé tími til kominn að grípa til aktívisma. Með því er átt
við virka baráttu gegn þeirri megintilhneigingu sem gætti um daga nútímans
og gætir enn, þ.e. að viðhalda neyslufreku lífsformi lítils hluta mannkyns á
kostnað meirihlutans og náttúrunnar. Slíkur aktívismi hefur djúpa siðræna
vídd sem leiða má út frá innsta eðli trúarbragða, ekki síst kristinnar trúar
en hún lítur á náttúruna sem hluta af góðri sköpun Guðs.
Á það skal minnt að á 8. og einkum 9. áratug liðinnar aldar voru frið-
armál og barátta gegn kjarnorkuvopnum mjög á dagskrá. Samkirkjuleg og
alþjóðleg samtök kirkna létu þau mál mjög til sín taka, sem og einstakar
kirkjur. Fulltrúar þjóðkirkjunnar voru m.a. virkir í þeirri baráttu á tímabili.62
Nú ríður á að ekki verði síður brugðist við umhverfisvánni sem nú hefur
leyst kjarnorkuógnirnar af hólmi sem brýnasta áskorun jarðarbúa.
Þegar hafa ýmsar kirkjur og trúfélög lagt mikið af mörkum í þessu efni
- stundum í formi hreins aktívisma\ stundum í þriðjaheimsstarfi af ýmsu
tagi sem þróast hefur úr hreinu kristniboði yfir í þróunarhjálp og fræðslu-
starf; stundum í viðleitni til að vekja almenning til vitundar um hvaðan
62 Sjá t.d. Kirkjan og kjarnorkuvigbiínaSur, 1981 (upphaflega gefið út af Samkirkjulega friðarráðinu í
Hollandi 1979). Þá fjallaði KirkjuritiS (sjá t.d. 4. h. 47. árg.) einnig um friðarmál. Sjá ennfremur
Fem frágor om várldsjreden, 1985 og Sæter, 1986.
87