Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 91

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 91
einstökum úrræðum. Öll eiga trúarbrögðin þúsund ára gamlar hefðir og stórsögur sem túlka stöðu manns og heims. Þá búa þau hver um sig að félagslegu neti sem virkjað geta stærri hluta mannkyns en nokkrar samfélags- hreyfmgar aðrar. Kraftar þeirra nýtast best ef þau bregðast við aðsteðjandi vá með því sem hér hefur verið nefnt aðlögun. Ef trúarbrögðin á hinn bóginn svara ofangreindum spurningum um afstöðu sína til lífs og heims neitandi eða skerast úr leik, t.d. með róttækri skerpingu eða einhliða innhverfingu, skapa þau hættu og eru best komin utan hins opinbera sviðs samfélagsins, í skuggakimum einkarýmisins þar sem margir vilja vissulega fela þau nú þegar. A þeirri ögurstund sem við nú lifum skiptir miklu að kirkjur og trúfélög eða fulltrúar þeirra setjist í hringinn á torgi heimsþorpsins og taki virkan þátt í umræðunni um framtíð móður Jarðar og okkar allra sem lifum í faðmi hennar. Þetta ættu þau ekki að gera sem valdastofnanir og handhafar hinsta sannleika í þeim brýnu málum sem hér hefur verið drepið á. A öllu veltur að fulltrúar þeirra ræði við aðra á jafnréttisgrundvelli og leggi sig fram um að ná samhljómi við viðmælendur sína og samverkamenn við að tryggja framtíð fjölbreytilegs lífs á jörðu. A þann veg getur kirkjan stuðlað að von — sigri útópíu yfir dystópíu. Sé brugðið á þetta ráð er endurkoma trúarbragðanna að samfélagsmiðjunni án efa æskileg. Útdráttur Fjallað er um hvernig trú og trúarstofnanir, einkum á Vesturlöndum, hafa þokast úr miðju samfélagsins út á jaðar þess. Þetta er talið hafa gerst fýrir tilverknað nútímavæðingarinnar en helstu skref hennar eru rakin í greininni. Þá er sýnt fram á að mannkyn stendur nú frammi fyrir mestu ögrun sem það hefur mætt í sögu sinni en hún felst í að viðhalda lífinu á jörðinni í núverandi mynd þrátt fyrir þær ógnir sem að því steðja með hlýnandi loftslagi, aukinni mengun og rányrkju sem fylgt hefur nútímavæðingunni. Sýnt er fram á að heimsendahugmyndir hafi verið snar þáttur í vestrænum trúarhugmyndum og m.a. falið í sér von um lausn manninum til handa. Nú er svo komið að heimsendir af mannavöldum virðist raunhæfur möguleiki. Sú framtíðarsýn felur fremur í sér vonleysi en von. Staða kirkjunnar og annarra trúarstofnana í framtíðinni er talin ráðast af því hvort fulltrúar þeirra ná að sýna fram á að hinar trúarlegu hefðir séu hliðhollar líffræðilegum fjölbreytileika, sjálfbærri nýtingu jarðargæða og félags- 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.