Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 98

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 98
Spurningin sem fyrri kynslóðir þurftu að glíma við, „Hvað á ég að gera?“, hefur verið leyst af hólmi með spurningunni: „Hvað get ég gert?“ Menn standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að geta ekki nýtt sér allt sem þeim stendur til boða, hvað þá að rækta alla sína hæfileika. Valkvíði og sú nagandi óvissa um að hafa tekið ranga ákvörðun nærir óöryggi og angist. Þegar eitt er valið er um leið búið að útiloka annað og oft er ekki aftur snúið. Nútímamaðurinn er undir stöðugu áreiti um að taka ákvarðanir, valfrelsið er orðið ok. Það er honum ánauð, svo þverstæðukennt sem það hljómar. Tök stofnana á einstaklingnum hafa dregist saman með þeim afleiðingum að hver og einn verður að byggja á sjálfum sér og getu sinni til að móta eigið líf. Stofnanavæðing samfélagsins hefur verið ör og leyst af hólmi tengslanet fyrri tíma og samtímis hefur átt sér stað einkalífsvæðing persónulegs lífs manna. Sjálfræði og forræðishyggja Þessi breytta staða hefur gefið þeirri hugmynd byr undir báða vængi að raunverulegt mannlegt samfélag tilheyri fortíðinni þegar raunveruleg gildi voru höfð í heiðri. Þá höfðu menn sterk tengsl við fáa og skýr gildi. En í nútímanum þurfa einstaklingar að mynda veik tengsl við fjölda manna og verða að styðjast við síbreytileg gildi. Nú á dögum búa einstaklingar ekki við trygga og örugga fjölskyldu, vinnu, skóla og stjórnmál. Margir eru þess vegna reiðubúnir að gefa eftir sjálfræði sitt fyrir öryggi sem fortíðarþráin málar svo skærum litum. Þar lutu menn vissulega yfirvaldi en voru öruggir. Þeim var skorinn þröngur stakkur en staða þeirra var virt. Þessi sýn er útbreidd þegar erfiðleika samtímans ber á góma. Þegar við aftur á móti athugum hvað einkennir nútímasamfélag kemur í ljós að því til grundvallar liggur einstaklingshyggjan. í um 200 ár hafa margir haldið því fram að rótin að meini samtíðarinnar sé sjálfræði einstaklingsins. Það grafi undan hefðbundnum gildum og stofnunum. Nægir að huga hér að fjölskyldunni sem skroppið hafi saman í kjarnafjölskyldu sem á í vök að verjast, o.s.frv. Þessu er auðvelt að andmæla því varla er hægt að segja að mannlegt líf sé nú til dags minna virkt félagslega, stjórnmálalega og stofnunarlega en áður, nema síður sé. Það sem hefur aftur á móti breyst er að félagsleg tengsl manna eru nú öðruvísi. Sjálfræðið hefur fært mönnum meira firelsi og ábyrgð sem menn þurfa sjálfir að raungera og bera. %
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.