Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 100

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 100
Sjálfræðið og trúin Beck telur að tímabili póstmódernismans sé lokið og seinni nútími hafi tekið við. Það tímabil einkennir líka afstæði gagnvart algildum sannleika sem allir verði að lúta en aftur á móti er vitund um gildi algilds sannleika fyrir einstaklinginn virk. Vægi áreiðanleika og persónulegs sannleika fyrir menn er nú sett yfir almennar algildiskröfur sem einkenna kenningarkerfi og trúarlærdóma trúarbragða. I samtímanum eru þau því ekki lengur metin sem gæslumenn sannleikans. Menn hafa að mestu losað sig úr forræðis- hyggju trúarbragða og líta á þau sem farveg trúarlegrar trúartjáningar og trúarreynslu. Áherslan hefur færst frá hlýðni og undirgefni við kenn- ingarkerfi yfir á trúarreynslu einstaklingsins. Trúin er túlkuð sem leið, ferð og ferli þar sem menn nýta trúararfinn til að spegla líf sitt og reynslu í. Trúarstofnanir eru mótsstaðir fólks sem deilir sameiginlegri trú og ræktar hana. Þunginn hvílir nú á því að hver og einn ber ábyrgð á trúarlífi sínu. Það er vissulega erfitt og margir freistast til að koma sér undan því og gefa sig á vald kenningarkerfis eða bókstafstrúar. Menn halda að þeir leysi vandann með því að hafna sjálfræðinu og gefa trúna á vald hlýðni og undir- gefni. Aftur á móti er slíkt andstætt eðli trúarinnar sem er óaðskiljanleg persónu einstaklingsins og magnaður veruleiki. í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að trú sem er samofin sjálf- ræði einstaklingsins og andsnúin forræðishyggju, þarfnast jafnt einveru sem samfélags - þrátt fyrir mikilvægi allra útópía og dystópía. Þennan veruleika þarf einstaklingurinn og trúarsamfélagið að virða í fullri vitund um að skýr mörk eru flöktandi veruleiki þegar upp er staðið. Mikilvægt er að missa ekki sjónar á þessum tengslum trúar og sjálfræðis einstaklingsins og höfnun á hvers kyns forræðishyggju. Trúin tengist þannig einstaklingnum órjúfanlegum böndum og styrkir hann. Hún einangrar hann ekki, heldur tengir hann við aðra eftir að hafa losað um bönd tengsla og hnýtt þau á nýjan máta. Þannig getur trúin hjálpað mönnum að skynja veruleika sinn á ný og stuðlað að heilbrigðum kaflaskiptum í þroskasögu einstaklinga og samfélaga. Spurning er hvort frelsunar- og Kristsfræðin, sem samstæðri guðfræði er svo hugleikin, hjálpi ekki einmitt til við að orða tilvistarvanda mannsins. í samhengi við hana er unnt að ljúka upp víddum firringar og endurlausnar sem einstaklingar í krafti sjálfræðis eigin trúar glíma svo við. Þetta er þáttur sem Hjalti tekur ekki nægilegt tillit til í greiningu sinni. 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.