Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 102
Pétur Pétursson, Háskóla íslands
Nýalismi og dulspeki
Hugmyndafræði íslenskrar borgarastéttar
á öðrum og þriðja áratug 20. aldar
Útdráttur
Bændur og verkamenn skipulögðu sig í hagsmunasamtökum og pólitískum
flokkum á öðrum áratug 20. aldar en ekkert slíkt samhæft skipulag var fyrir
hendi meðal borgarastéttarinnar sem ekki átti neina innlenda og þjóðlega
hefð að styðjast við.1 Færð verða rök fyrir því að dulspekihreyfingarnar,
spíritismi og guðspeki, hafi ásamt frímúrarareglunni gegnt hugmyndafræði-
legu hlutverki fyrir nýja íslenska borgarastétt á lokaskeiði sjálfstæðisstjórn-
málanna og við upphaf stéttastjórnmála. Hinar sérkennilegu hugmyndir
jarðfræðingsins dr. Helga Pjeturss um þróun lífs og alheims eru skilgetið
afkvæmi spíritismans og guðspekinnar eins og þessar stefnur þróuðust
á Islandi. Þjóðerniskennd Helga og aðdáun á íslenskum bókmenntum
rataði inn í heimsfræði hans, léði kenningum hans yfirbragð sérstakrar
íslenskrar heimspeki og fékk hljómgrunn meðal íslenskra borgara og
menntamanna. Þátttaka menntamanna, stjórnmálamanna, atvinnurekenda
og millistéttarfólks í dultrúarhreyfingunni skapaði grundvöll til félagslegra
samskipta þar sem einstaklingshyggja, mannrækt, framfara- og vísindatrú og
þjóðernishyggja voru í heiðri höfð. Frelsunarhugmyndir og þróunarhyggja
dulspekinnar urðu gild viðmið framfarasinnaðrar borgarastéttar sem var að
fóta sig í nútímanum og skapa sér framtíð í landi sem um aldir hafði mótast
af fornri bændamenningu og íhaldssamri embættismennsku. Fjallað er um
efnahagslega, félagslega og pólitíska stöðu borgarastéttarinnar, samsetningu
hennar og þátttöku í áðurnefndum félögum og reglum. Bent er á megin-
stefin í þeirri alþjóðlegu dulspekihreyfingu sem skaut rótum á íslandi á
fyrsta áratug 20. aldar og félagslegt og pólitískt samhengi þeirra á íslandi
greint út frá félagatölum, fundargerðum og öðrum tiltækum heimildum.
1 Ég vil þakka dr. Benedikt Hjartarsyni bókmenntafræðingi og tveimur ónafngreindum fyrir
yftrlestur og góðar athugasemdir.
100