Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 103
Inngangur Segja má að dr. Helgi Pjeturss (1872-1949) hafi verið kynlegur kvistur í heimi vísinda og trúar og falli illa undir hefðbundnar fræðilegar skil- greiningar og flokkunarkerfi. Hins vegar er ljóst að nýstárlegar kenn- ingar hans um stjörnulíffræði eða líf á öðrum hnöttum (e. astrobiology)., lífgeisla (e. bio-radiation) og gerð og þróun alheims (e. cosmology) hafi verið skilgetin afkvæmi þeirra dultrúarhreyfinga sem námu land á Islandi á fyrsta áratug 20. aldar og þróuðust í öflug, skipulögð samtök á öðrum áratugnum. Á þriðja áratug síðustu aldar voru þessi samtök félagslegur, pólitískur og hugmyndafræðilegur vettvangur fyrir hina nýju íslensku borg- arastétt, menntamenn, millistéttarfólk, atvinnurekendur og embættismenn. Verkamenn og bændur höfðu áður skipulagt sig pólitískt á forsendum hagsmuna sinna en borgarastéttin náði ekki saman að þessu leyti fyrr en með stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929. Hún var því að mörgu leyti á milli vita hvað varðar heimsmynd og hugmyndafræði, enn háð dönskum hagsmunum sem hún var þó í óðaönn að losa sig undan og mynda ný efnahagsleg og pólitísk sambönd, ekki síst við enska heiminn. Fyrirmyndir og hefðir í íslensku samfélagi og sögu voru íslensku borgarastéttinni ekki tiltækar enda hafði ísland tveimur áratugum áður verið fátæk nýlenda og frumstætt samfélag bænda og embættismanna. Innlendri millistétt var vart til að dreifa fyrr en á 20. öld. Við þessar aðstæður blés dultrúarhreyfingin þessari nýju stétt í brjóst trú á sjálfa sig og framtíðina og gaf henni tilverugrundvöll í nútímanum. Þegar rætt er um dultrúarhreyfinguna í þessari ritgerð er átt við spíritisma, guðspeki og frímúrararegluna. Þessar þrjár hreyfingar tilheyra sögu vestrænnar dulspeki og birtast í núverandi mynd á 18. og 19. öld en skírskota hver á sinn hátt til mun eldri trúarlegra og heimspekilegra hugmynda.2 Grunngildi þess innblásturs sem dultrúarheyfinginveitti íslensku borgarastéttinni í upphafi 20. aldar voru einstaklingsfrelsi, brœðralag ogframþróun: Einstaklingsfrelsi á þann hátt að áherslan var á myndugleika og eilífðargildi mannssálarinnar og rannsóknarfrelsi á öllum sviðum; bræðralag á forsendum jafnréttishugsjóna og mannúðar í þeim skilningi að allir menn séu Guðs börn; og framþróun í nafni bjartsýnnar trúar á tækni og vísindi og möguleika mannsins til að skapa hið góða þjóðfélag. 2 Antonie Faivre, Western Esotericism. A Concise History. New York: Suny Series in Western Esoteric Traditions, 2010. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.