Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 106

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 106
veruleika um leið og hann öðlast nýjan skilning á sjálfum sér og köllun sinni. Hann skrifar: Ekkert af því, sem fyrir mig hefir komið, hefir verið jafn fjarri því sem ég gat búist við að á dagana mundi drífa, eins og það sem nú skal sagt frá. Skal það tekið fram, að þegar það bar við, var ég lítið sem ekkert farinn að kynna mér dulfræðirit, og alveg áhugalaus um allan átrúnað. Upp í mér kom, þar sem ég sat, óumræðilega undarleg og óskiljanleg tilfinning þess, að einhverja ógurlega þrekraun væri verið að vinna, án þess þó að ég vissi hvar eða hvernig. En þegar ég leit upp, sá ég álengdar eins og ljósan eða öllu heldur lýsandi blett. Og svo allt í einu stóð þar vera í mannsmynd, en munurinn þó meiri en á ljótum apa og hinum fegursta manni. Vera þessi var skínandi af tign og fegurð, svo að jafnvel guðamyndir þær sem ég hefi fegurstar séð, geta ekki vakið neina hugmynd um slíkt. Og sem ég horfði á guðinn, frá mér numinn, lagði allt í einu breiðan, bjartan geisla af vörum hans í áttina til mín, og ég heyrði undarlega annarlega, en óumræðilega fagra rödd sem sagði: bróðir. Dálitla stund — ég hafði vitanlega ekki hugsun á að athuga hvað lengi — stóð þessi dýrðlega vera og horfði á mig, en hvarf síðan. Ekki leið á löngu áður birtist þarna önnur vera, mjög lík þeirri sem horfið hafði, en þó svo greinilega frábrugðin, að mér gat ekki eitt augnablik komið til hugar, að það væri sama veran. Vera þessi horfði á mig um stund eins og hin fyrri, en án þess að segja nokkuð. En svo undarlega brá nú við og ótrúlega, að mér fannst þessi dýrðlega vera sem þarna stóð, vera ég sjálfur. Eftir stutta stund hvarf einnig þessi vera, en ég sat eftir, undrandi mjög, og skildi vitanlega ekkert í þessu sem fyrir mig hafði borið. Verum þessum báðum fylgdi eins og hljómur nokkur, óumræðilega fagur, minnti nokkuð á fegursta söng sem ég hefi heyrt, en bar þó langt af.9 Hér taldi Helgi sig hafa mætt hinni æðstu veru í mannsmynd, skapara himins og jarðar. Henni fylgdi sú orka sem alheimur er orðinn til af fyrir, útstreymi (e. emanation) frá hinu „Eina“ sanna, sem er upphaf alls. Helgi samsamaðist þessari veru sem útnefndi hann sem spámann sinn. Dulspekikerfi í mótun Helgi sneri sér upp frá þessu alfarið að heimspekilegum og dulspekilegum viðfangsefnum og skrifaði greinar um eðli drauma, miðlafyrirbæri, hugsana- flutning og líf á öðrum hnöttum. Eftir því sem hugmyndir hans mótuðust tengdi hann þessi fyrirbæri við kenningar um samhengi alls lífs og efnis og þróun alheims. Hann tók að lesa fræðirit um heimspeki og trúarbrögð. Einkum virðist hann hafa hallast að hugmyndum ný-platónista, og þar fór 9 Heimasíða Nýalssinna. http://www.helgipjeturss.is/?page_id=95 (sótt í apríl 2012) 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.