Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 111
á Vesturlöndum á guðlegan uppruna, andlega reisn mannsins og mátt hans
til að vilja og framkvæma hið góða og göfuga. I skrifum Blavatsky fékk
framþróunarhugsunin breiðari skírskotun á þann hátt að hún náði einnig
yfir andlegan þroska mannsins. Þrátt fyrir að maðurinn væri kominn af
óæðri og frumstæðari lífverum væri guðlegri forsjón svo fyrir að þalcka
að hann þróaðist vegna endurholdgunar, sífelldra endurfæðinga, smám
saman í átt til fullkomnunar hér á jörð.22 Hér fékk framþróunarhugs-
unin breiðari skírskotun og kenningin um endurholdgun glæddi vonir
manna og trú á ódauðleika mannssálarinnar. Meginmarkmið og verkefni
Guðspekihreyfmgarinnar voru: 1) að skapa einingu bræðralags allra manna
(e. Universal Brotherhood ofHumanity) óháð kynþætti, trú, kynferði, stétt og
litarhætti; 2) að hvetja til samanburðarrannsókna á ólíkum trúarbrögðum,
heimspeki og vísindum; 3) að rannsaka óútskýrð dularöfl náttúrunnar og
mannsins.23 Forsendurnar sem guðspekingar ganga út frá eru að kærleik-
urinn og þekkingarleitin séu göfugustu gildi mannlífsins; að bæði vísindi
og trúarbrögð búi yfir sannleikanum; að það sé sannleikskjarni í öllum
trúarbrögðum en að hann standi öllum trúarbrögðum ofar og að virkja
megi dularöfl náttúrunnar og mannsins til eflingar andlegum þroska og
tímanlegrar hagsældar fyrir mannkynið allt.24
Segja má að kenningar Helga Pjeturss byggi á þessum forsendum og séu
útfærsla á þessum gunnhugmyndum. Frá sálarrannsóknunum fékk hann
áhugann á hugsanaflutningi og tilgátunni um að vitund mannsins væri að
einhverju leyti óháð líkamanum; af spíritistunum sannfærðist hann um að
miðlafyrirbæri stöfuðu frá vitund annars fólks og frá guðspekinni lánaði
hann kenninguna um framþróun og andlegan þroska mannsins. Af ritum
Helga má hins vegar ráða að kenningakerfið sem við hann er kennt sé hans
eigin hugarsmíð, en hafa ber í huga að hann leit sjálfur svo á að hann væri
nýr Messías sem með uppgötvunum sínum mundi í fyllingu tímans frelsa
heiminn. Meginnýjungin í framlagi hans er talið um stjörnurnar og hlutverk
íslendinga og íslenskrar menningar í þróun alheims.
22 James Webb, The Occult Underground, bls. 90.
23 David Douglas, The Atlas of Lost Cults and Mystery Religions, bls. 143; Um guðspeki, Ágrip til
leiöbeiningar. Akureyri: Prentverk Odds Björnssonar, 1913; Carl Martin Edsman, „Teosofi",
Nordisk Teologisk Uppslagsbok, Lund: Glerups, 1957, bls. 870-872.
24 Sjá t.d. Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Þriðji
hluti.“Bls. 103.
109