Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 115
lingar, þar af 143 karlar. Oftast er getið um stöðu og fæðingarár einstaklinga
í þessum skrám.
Árið 1945 kom út hátíðarrit frímúrara á íslandi, Frímúrarareglan á
Islandi 25 ára. Þar er að finna skrá yfir félaga fyrstu 25 árin, þ.e. frá 1919
til 1944. Eingöngu er um karlmenn að ræða og jafnan getið um stöðu eða
atvinnu.
Tafla 1. Atvinna og/eða staða félaga í SRFÍ 1919, Guðspekifélaginu til 1922 og frímúrarareglunni til 1930, hundraðshlutar. SRFÍ Guðspekifélagið Frímúrarar
Embættismenn o.þ.h. 13 10 27
Kaupmenn 20 8 40
Millistéttarhópar 31 43 23
Iðnaðarmenn 15 17 7
Sjómenn og verkamenn 2 6 1
Bændur 1 4 1
Námsmenn 6 4 0
Upplýsingar vantar 12 8 1
Samtals 100 100 100
Eins og taflan sýnir laðaðist milli- og efristéttarfólk að dultrúarfélög-
unum. Verkamenn og sjómenn eru fámennur hópur og nánast ekki til
í frímúrarareglunni. Töluverð gróska var í trúmálum í Reykjavík fyrstu
tvo áratugi 20. aldarinnar og nýjar hreyfingar, söfnuðir og kirkjudeildir
hösluðu sér völl. Má þar nefna Hjálpræðisherinn, Aðventista og KFUM
og KFUK. Þegar þessar nýju hreyfingar eru bornar saman við dultrúar-
félögin kemur í ljós að þær áðurnefndu höfða mun síður til efri stéttanna.
í Hjálpræðisherinn og Aðventistaflokkinn sótti á fyrstu árunum nánast
eingöngu fólk úr verkalýðs- og sjómannastétt.36 KFUM og KFUK eru
athyglisverð í þessu sambandi. Tala má um vakningu meðal ungs fólks,
einkum drengja, eftir að sr. Friðrik Friðriksson hóf starfsemi í anda KFUM
í Reykjavík rétt fyrir aldamótin 1900. Könnun á félagatölum sýnir að þeir
sem ílentust í félaginu komu úr lægri stéttunum en unnu sig oft upp til
meiri áhrifa og metorða í samfélaginu og átti Friðrik og félagið þátt í þessari
36 Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfmgar í Reykjavík tvo fýrstu áratugi 20. aldar. Fyrsti hluti.“Saga
XVIII, 1980, bls. 208-217.
113