Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 116
þróun. Árið 1919 tilheyrðu 13% félaga í aðaldeild KFUM embættis- og
kaupmannaflokknum en 17% voru sjómenn og verkamenn.37
Þegar nöfnin á félagatölum þeirra þriggja dultrúarfélaga sem hér um
ræðir eru borin saman kemur í ljós að allmargir voru félagar í fleiri en einu
félagi. Þessi samgangur milli félaganna bendir til þess að þau hafi átt ýmisleg
sameiginlegt í hugmyndafræðilegum efnum. Ekki er ólíklegt að stór hluti
félagsmanna hafi talið að félögin bættu hvert annað upp, enda voru ýmsir
leiðandi einstaklingar í forystu fleiri en eins félags.
Mynd 1. Félagar í Sálarrannsóknarfélagi íslands (SRFÍ) 1919,
Guðspekifélaginu til 1922 og frímúrarareglunni til 1930.
I félagaskránum má sjá nöfn flestra mikils megandi athafnamanna í reyk-
vísku atvinnu- og efnahagslífi og ennfremur marga áhrifamenn í menningar-
lífi og stjórnmálum þjóðarinnar. Hér verða dregin fram nöfn einstaklinga
sem voru í einu eða fleiri af þessum félögum og sést þá vel hversu tengd
þessi félög voru yfirstéttinni í Reykjavík á þriðja áratug 20. aldarinnar.
Verða einungis nefnd hér nöfn sem ekki hafa áður verið nefnd í tengslum
við þessi félög. Ur atvinnulífinu má nefna menn eins og Thor Jensen
útgerðarmann og son hans Kjartan Thors, formann Félags íslenskra botn-
vörpuskipaeiganda, Garðar Gíslason stórkaupmann og Sigurjón Pétursson
forstjóra og formann Félags íslenskra iðnrekanda, Guðmund Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóra Eimskipa og stjórnarmann í Vinnuveitendafélagi íslands,
Matthías Ólafsson kaupmann og alþingismann, Björn Ólafsson stórkaup-
37 Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfmgar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Annar hluti.
KFUM og skyld félög.“ Saga XIX, 1981, bls. 261.
114