Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 117
mann og síðar ráðherra og Magnús Kjaran stjórnarmann Félags íslenskra
stórkaupmanna. Hallgrímur Kristinsson forstjóri SIS, sem áður er nefndur,
var í öllum þremur félögunum enda var Samvinnuhreyfingin að styrkja sig
í sessi í íslensku samfélagi á þessum árum.
Ritstjórar, rithöfundar og kennarar voru margir í þessum félögum. Auk
þeirra sem áður eru nefndir má nefna ráðherrana og ritstjórana Jakob Möller
og Tryggva Þórhallsson. Þá má nefnda Matthías Þórðarson þjóðminjavörð,
ritstjórana Ólaf Björnsson og Vilhjálm Finsen og Freystein Gunnarsson
skólastjóra Kennaraskóla Islands, Jón Þórarinsson fræðslumálastjóra og
skólastjórana Helga Hjörvar, Ingimar Jónsson og Hallgrím Jónsson. Einnig
má hér nefna Guðjón Guðjónsson formann Sambands íslenskra barna-
kennara.38
Bræðralag - andlegur þroski og tímanleg velgengni
Fyrstu áratugi 20. aldar var íslensk borgara- og millistétt að brjóta af sér
gamlar viðjar og um leið að skapa sér tilverurétt og forsendur í því samfélagi
sem var þá í deiglunni á Island og var að ganga á vit nútímans. Sá vísir
sem var til að þessum stéttum á 19. öld var algerlega háður dönskum hags-
munum og menningu. Hin nýja íslenska borgarastétt var hins vegar að verða
sér þess meðvituð að hún átti sérstakra hagsmuna að gæta enda þótt hún
væri enn of háð Danmörku til að geta sagt skilið við það gamla til að geta
hafið nýtt líf. Það hefði þess vegna verið andstætt hagsmunum hennar að
sameinast um beinskeytta þjóðernispólitík. En hinn möguleikinn, að taka
upp óþjóðlega íhaldsstefnu hefði hins vegar gert henni óvært í landinu á
tíma þjóðernisvakningar. Dulspekin gat hér orðið sameiningargrundvöllur
þar eð hún var hafin yfir flokkapólitík. Borgarastéttin var heldur ekki nægi-
lega sterk til þess að mynda bandalag gegn launþegum og eiga þannig á
hættu að egna gegn sér harðsnúna verkalýðshreyfingu. Við slíkar aðstæður
gat dulspekin brúað bil og skapað tengsl og samvinnugrundvöll. í þessu
sambandi má benda á að ýmsir áhrifamenn úr röðum sósíalista löðuðust að
dultrúarhreyfingunni.
Guðspekifélagið og frímúrarareglan voru alþjóðafélög og þátttaka í þeim
hafði í för með sér að framámenn íslensks þjóðfélags voru komnir í sambönd
við stéttarbræður sína í fjölmörgum löndum hins menntaða heims, ekki
38 Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfmgar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Þiðji hluti.“,
bls. 158-159.
115