Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 130
fyrir því hvað á að kynna fyrir börnunum og hvernig því skuli miðlað svo
það verði merkingarbært í huga þeirra. Hér hefur fyrst og fremst verið um
það að ræða hvernig hinn fullorðni getur með sem skiljanlegustum hætti
miðlað trúarlegri þekkingu og skilningi til barna.
Framlag barnaguðfræðinnar til trúaruppeldisfræðinnar hefur verið að
leggja aukna áherslu á börn sem sjálfstæða einstaklinga í því skyni að gefa
þeim meira svigrúm til að tjá eigin hugsanir og upplifanir. í stað hefð-
bundinnar einstefnumiðlunar er nú lögð áhersla á að barnið og fræðarinn
nálgist viðfangsefnið saman sem jafngildir einstaklingar. Aukin athygli
guðfræðinga á orðum Jesú um börnin og aukin þekking á andlegu lífi
barna (e. children’s spirituality)27 hefur stuðlað að aukinni auðmýkt gagnvart
möguleikum barna til að mæta hinu heilaga sem jafningjar hinna fullorðnu.
Þau eiga sér eigin reynslu og eigin hugrenningar. Fræðimenn á þessu sviði,
svo sem Elisabeth Tveito Johnsen og Friedrich Schweitzer, hafa hvatt til þess
að jafnvægis sé gætt, þ.e. að börnin séu annars vegar ekki skilin eftir ein
með vangaveltur sínar og túlkanir og hins vegar að þeim sé ekki mætt með
fyrirfram „niðursoðnum“ svörum sem ekki séu til umræðu, en slík nálgun
getur sem hægast orðið að innrætingu.28
Það er mikil áskorun, bæði guðfræðileg og kennslufræðileg, að viðurkenna
barnið sem sjálfstæða andlega veru með möguleika til eigin umþenkinga og
að gera sér jafnframt ljóst að það er hinn fullorðni sem býr yfir þekkingu,
skilningi og yfirsýn sem barnið býr enn ekki yfir. Börnin þyrstir í svör og
þau eiga rétt á að fá þau á sínum eigin forsendum. Hér hefur barnaguð-
fræðin komið með áminningu til trúaruppeldisfræðinnar um að hlusta á
barnið og ræða við það fremur en að tala yfir því, hversu vönduð sem sú
einræða kann að vera.
Barnaguðfræði - guðfræði með börnum
f þessu felst að börn og fullorðnir ræða saman um biblíutexta og tilvistar-
spurningar, í sem ríkustum mæli sem jafningjar, það er að segja að því marki
sem hægt er að tala um jafningja í þessu sambandi. Barnið og hinn fullorðni
varpa fram guðfræðilegum spurningum og leita svara í sameiningu. Þegar
27 Hay, David og Nye, Rebecca. 2006. The Spirít ofthe Child. London/Philadelphia. Jessica Kingsley
Publishers.
Hyde, Brendan. 2008. Children and Spirituality. London/Philadelphia. Jessica Kingsley Publishers.
28 Johnsen, Elisabeth Tveito. 2008. „Barneteologi moter trosopplæring til gjensidig kritisk dialog“,
í Sagberg, Sturla: Barneteologi i trosopplaringen. Nr. 2 i serien Prismet-bok. Oslo. IKO-forlaget.
128