Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 130

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 130
fyrir því hvað á að kynna fyrir börnunum og hvernig því skuli miðlað svo það verði merkingarbært í huga þeirra. Hér hefur fyrst og fremst verið um það að ræða hvernig hinn fullorðni getur með sem skiljanlegustum hætti miðlað trúarlegri þekkingu og skilningi til barna. Framlag barnaguðfræðinnar til trúaruppeldisfræðinnar hefur verið að leggja aukna áherslu á börn sem sjálfstæða einstaklinga í því skyni að gefa þeim meira svigrúm til að tjá eigin hugsanir og upplifanir. í stað hefð- bundinnar einstefnumiðlunar er nú lögð áhersla á að barnið og fræðarinn nálgist viðfangsefnið saman sem jafngildir einstaklingar. Aukin athygli guðfræðinga á orðum Jesú um börnin og aukin þekking á andlegu lífi barna (e. children’s spirituality)27 hefur stuðlað að aukinni auðmýkt gagnvart möguleikum barna til að mæta hinu heilaga sem jafningjar hinna fullorðnu. Þau eiga sér eigin reynslu og eigin hugrenningar. Fræðimenn á þessu sviði, svo sem Elisabeth Tveito Johnsen og Friedrich Schweitzer, hafa hvatt til þess að jafnvægis sé gætt, þ.e. að börnin séu annars vegar ekki skilin eftir ein með vangaveltur sínar og túlkanir og hins vegar að þeim sé ekki mætt með fyrirfram „niðursoðnum“ svörum sem ekki séu til umræðu, en slík nálgun getur sem hægast orðið að innrætingu.28 Það er mikil áskorun, bæði guðfræðileg og kennslufræðileg, að viðurkenna barnið sem sjálfstæða andlega veru með möguleika til eigin umþenkinga og að gera sér jafnframt ljóst að það er hinn fullorðni sem býr yfir þekkingu, skilningi og yfirsýn sem barnið býr enn ekki yfir. Börnin þyrstir í svör og þau eiga rétt á að fá þau á sínum eigin forsendum. Hér hefur barnaguð- fræðin komið með áminningu til trúaruppeldisfræðinnar um að hlusta á barnið og ræða við það fremur en að tala yfir því, hversu vönduð sem sú einræða kann að vera. Barnaguðfræði - guðfræði með börnum f þessu felst að börn og fullorðnir ræða saman um biblíutexta og tilvistar- spurningar, í sem ríkustum mæli sem jafningjar, það er að segja að því marki sem hægt er að tala um jafningja í þessu sambandi. Barnið og hinn fullorðni varpa fram guðfræðilegum spurningum og leita svara í sameiningu. Þegar 27 Hay, David og Nye, Rebecca. 2006. The Spirít ofthe Child. London/Philadelphia. Jessica Kingsley Publishers. Hyde, Brendan. 2008. Children and Spirituality. London/Philadelphia. Jessica Kingsley Publishers. 28 Johnsen, Elisabeth Tveito. 2008. „Barneteologi moter trosopplæring til gjensidig kritisk dialog“, í Sagberg, Sturla: Barneteologi i trosopplaringen. Nr. 2 i serien Prismet-bok. Oslo. IKO-forlaget. 128
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.