Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 133

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 133
Það er nákvæmlega eins með himnaríki eins og bónda. Hann fór af búgarð- inum sínum snemma um morguninn til að finna einhverja til að vinna í víngarði sínum. Þetta gerði hann mörgum sinnum yfir daginn, og í hvert einasta skipti var hann heppinn. Hann fann alltaf nokkra sem ekki höfðu neitt að gera. Hann samdi við þá alla, að þeir skyldu fá einn denar í kaup, einnig þeir sem komu á elleftu stundu. Þegar klukkan var orðin margt kallaði hann á ráðsmanninn sinn og bað hann um að borga út launin. Ráðsmaðurinn átti fyrst að senda til hans þá sem komu seinast og síðan þá sem komu fyrst. Allir fengu einn denar í laun. En þeir sem höfðu komið fyrst biðu í röðinni og héldu að þeir mundu fá meira en hinir. En bóndinn borgaði þeim líka bara einn denar, og þá fóru þeir í fylu og fóru að skamm- ast. Þá sagði bóndinn: „Vorum við ekki sammála um einn denar? Get ég ekki gert það sem mér sýnist við það sen^ég á?“ Þannig verða hinir fyrstu síðastir og hinir síðustu fyrstir. Prófessorinn er undrandi á hvað endursögn drengsins er nákvæm en ræðir það ekki, heldur biður Max að skrifa niður hvað honum finnist um þessa sögu. Max skrifaði: Ég hefði gert nákvæmlega það sama og bóndinn. Mér finnst nefnilega vera fallega gert að láta alla hafa sömu laun. Ég mundi líka vera ánægður með hér um bil 25 evrur, sem hægt er að kaupa stóran legópakka fyrir með Star-Wars- köllum. Mér finnst sem sagt að fyrstu verkamennirnir hafi ekki gert rétt. Hér fer á eftir frásögn prófessorsins af samræðum þeirra Max um söguna: Max vill gjarnan að ég segi mitt álit á því sem hann hefur skrifað og spyr mig hvort mér finnist það gott. Ég játa því og spyr hann svo hvort hann hefði ekki farið í fylu, ef hann hefði unnið allan daginn til að fá 25 evrur og svo hefði einn af skólafélögum hans komið og fengið það sama fyrir að vinna bara í einn klukkutíma. Max hugsar sig um stundarkorn og segir svo ákveðinn: „Nei, ég get keypt alveg helling fyrir 25 evrur og vinur minn líka. Það finnst mér allt í lagi.“ Ég læt hér við sitja og við tökum okkur stutt hlé. í hléinu velti ég fyrir mér athugasemdum Max. Hann nálgast textann með því að skrifa sig inn í hann með eina spurningu í huga: Hvað mundi ég hafa gert, ef ég hefði sjálfur verið í sögunni? Hann setur sjálfan sig í spor bóndans, vegna þess að honum finnst það gott sem hann gerði. Hann leggur siðferðilegan mælikvarða á niðurstöðuna: Allir eiga að fá jafnt. Þess vegna gagnrýnir hann verkamennina sem fóru í fylu og skömmuðust. Það kemur svo í ljós að Max heimfærir söguna upp á sínar eigin aðstæður og sinn eigin heim með því að nota evrur í röksemdafærslu sinni í staðinn fyrir denara, og hvað hægt er að kaupa mikið af Star Wars-dóti fyrir þær. Hann hugsar 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.