Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 146
að nýju við völd í lífi sínu. En er slík ráðlegging alltaf rétt? Því er það svo
mikilvægt að fyrirgefa og hver getur fyrirgefið hið ófyrirgefanlega?
Að fyrirgefa - best fyrir þig!
Gildi þess að fyrirgefa - jafnt sjálfum sér sem öðrum - er þráfaldlega tjáð
í nýlegri, íslenskri bók, Fyrirgefning og sátt, þar sem um áttatíu Islendingar
úr fjölda fag- og starfsstétta skrifa stuttar hugleiðingar um fyrirgefn-
inguna.15 Ein nálgun í þessum skrifum er sálfræðileg og persónuleg, ef
svo má að orði komast, og er kastljósinu þá beint að þeim sem beittur
hefur verið rangindum af einhverju tagi. I þessari nálgun er það viðhorf
algengt að fyrirgefning af hálfu þolanda ranglætis sé æskileg, góð og jafnvel
nauðsynleg vegna hinna góðu afleiðinga sem hún hafi á andlega heilsu
viðkomandi. Þá má finna í bókinni trúarleg viðhorf til fyrirgefningarinnar
þar sem fyrirgefningin er sögð búa yfir eins konar töfrum og henni er
lýst sem leyndardómi sem komi ótrúlegum hlutum til leiðar. Þannig er
líkingamálið oft hástemmt og fyrirheitin um nýtt og betra líf einnig: „Að
fyrirgefa og öðlast fyrirgefningu er eins og að hreinsast. Fyrirgefningunni
fylgir léttir, eins og að opna dyr hið innra með sér yfir í aðra og bjartari
tilveru", [. . . ] „Að geta ekki fyrirgefið er eins og kal sem ekki grær“,
skrifar einn höfunda. Annar höfundur kemst þannig að orði: „Eigum við
að fyrirgefa þeim sem ekki biðja okkur fyrirgefningar? Svarið er já, ekki
síst okkar sjálfra vegna skulum við fyrirgefa þótt viðkomandi biðji okkur
ekki um fyrirgefningu. Við látum það síðan í Guðs hendur hvort hann
fyrirgefur mótstöðumanni okkar syndina.“ Þriðji greinahöfundur skrifar:
„Þá erum við komin að mikilvægu atriði í kristnum siðaboðskap, sem er
fyrirgefning að fyrra bragði án þess að hinn brotlegi iðrist og geri yfirbót.
Þar er fyrirmyndin orð Krists á krossinum er hann sagði sárþjáður: „Faðir,
fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Stundum getum við lent
í þessari stöðu að þurfa að fyrirgefa það sem gert hefur verið á okkar hlut,
án þess að vera beðin um það. Við þurfum það vegna þess að það er best
fyrir okkur sjálf.“ Fjórði höfundurinn orðar gildi fyrirgefningarinnar á
þessa leið: „Án fyrirgefningarinnar ölum við á beiskju í barmi og byrgjum
kala í hjörtum inni.“ [. . . ] „Langvinn hamingja okkar og lífsgæði eru
fólgin í að geta litið yfir líf og leiksvið okkar í heild með augum þess sem
15 Fyrirgefiiing og sátt, Edda Möller og fl. (ritstj.), Reykjavík: Skálholtsútgáfan, 2009.
144