Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 153

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 153
Misnotkun á báðum tegundum gremju er þó algeng að mati Butlers. Hann er ómyrkur í máli í fordæmingu sinni á hinni snöggu, óyfirveguðu reiði þegar fólk missir stjórn á sér og bregst við á versta veg af lítilli eða engri ástæðu. Aðra útgáfu þessarar tegundar gremju kallar hann fyrtni eða bráðlyndi og álítur sérlega aumkunarverða. Að mati Butlers eru þessi einkenni í raun eitt og sama fyrirbærið, enda finnist þau oft í einni og sömu manneskjunni. Hvað varðar hina yfirveguðu gremju hins vegar þá má einnig misnota hana. Fólk ímyndar sér oft skaða þar sem enginn slíkur fyrirfinnst, skrifar hann. Vegna eigin hlutdrægni hætti fólki til að mikla hlutina fyrir sér og fyllast gremju í garð manneskju sem óvart hefur valdið sárauka og óþægindum án þess að nokkur skaði hlytist af. Þessi viðbrögð eru jafn fráleit og í tilvikum skyndilegu gremjunnar, álítur hann, því vanþóknunin á það til að rísa allt of hátt og vera ekki í neinu hlutfalli við það sem gert var á hlut viðkomandi.31 Hvað sem allri misnotkun líður lítur Butler svo á að skaparinn hafi ætlast til þess að maðurinn notaði gremjuna til góðs. Hún er tæki gegn grimmd, óréttlæti og rangindum sem nota skal á viturlegan og yfirvegaðan hátt. Meðaumkun, sem einnig er náttúruleg tilfinning manneðlisins, megi ekki verða of ráðandi í mannlegu samfélagi því þá geti reynst erfitt að vinna gegn löstum og illsku og jafnvel erfitt að refsa fyrir grimmd og glæpi. Butler styðst við hugsunarhátt afleiðingasiðfræði og ályktar: Góðar afleiðingar yfirvegaðrar gremju eru þær að vernda samfélagið gegn hinu illa. Án gremjunnar yrðu glæpir mun tíðari í samfélaginu vegna þess að menn treystu á linkind og meðaumkun. Hið góða við gremjuna er að hún hefur fælingarmátt jafnframt því að hvetja til dygða. Ef skaði skeður þá ber nauðsyn til að kalla gerandann til ábyrgðar, skrifar Butler. Þá er oft ekki nægjanlegt að viðhafa stillilega, yfirvegaða skynsemi eða sýna meðaumkun. Nei, þá er þvert á móti nauðsynlegt og réttlætanlegt að tjá yfirvegaða gremju og vanþóknun vegna þess sem orðið er. Að gremjuna megi því að sönnu kalla guðsgjöf og rétt notkun hennar felist í að beita henni gegn skaða og illsku í samfélaginu, er lokaniðurstaða Butlers.32 31 Sama heimild, bls. 98. 32 Sama heimild, bls. 100. L 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.