Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 156
gremjuna til að varðveita sjálfsvirðingu sína og virðingu siðferðisins. Það er
heilög skylda manneskjunnar gagnvart sjálfri sér og mannlegri reisn sinni.
Niðurstaða Murphys er því sú að í fallvöltum heimi illsku og fólskuverka
sé gremjan nauðsynlegur hlífiskjöldur sjálfsvirðingarinnar og tákn hollustu
í garð siðferðisins.40
Ályktanir og niðurstaða
Það sem stendur upp úr eftir þessa umfjöllun um fyrirgefningu og gremju
er tvennt. I fyrsta lagi þykir mér að Logstrup hafi bent á leið til að forðast
ofnotkun á hugtakinu fyrirgefningu og að sú leið forði því að krafa um
fyrirgefningu þolenda verði þeim byrði og jafnvel kúgun. Fyrirgefningu
skildi hann trúarlegum skilningi og tók hugtakið frá fyrir hið ófyrirgefanlega
sem ekki er hægt að bæta. Þegar um er að ræða hversdagslegar yfirsjónir
sem biðjast má afsökunar á og bæta fyrir er ekki nauðsynlegt að skírskota
til fyrirgefningar. Hægt er að bæta fyrir og ná sáttum milli fólks án þess að
blanda tali um fyrirgefningu í það uppgjör. Það getur hins vegar haft mikla
þýðingu að tala um fyrirgefningu þegar þolendur svívirðingar upplifa að svo
alvarlega hafi verið á þeim brotið að skaðinn sé óafsakanlegur og óbætan-
legur. Það er þá ekki á þeirra valdi að fyrirgefa, heldur gæti Guð mögulega
fyrirgefið slíkt. Það má leggja í hans hendur.
Hið síðara snertir vel ígrunduð rök þeirra Josephs Butler og Jeffries
Murphy um siðferðilegt gildi gremjunnar. Rök beggja eru góð og gild og má
nýta sem hvatningu til gagnrýninnar íhugunar um gildi fyrirgefningarinnar,
ekki síst í samhengi þar sem hún virðist jaðra við að verða merkingarlaus.
Hvorugur þeirra heldur fram eigingildi gremjunnar gegn fyrirgefningunni.
Þvert á móti eru þeir jákvæðir í garð fyrirgefningarinnar sem dygðar, fyrir-
gefandi einstaklinga og fyrirgefandi samfélags, en hvetja til siðferðilegrar
yfirvegunar og skynsemi í því sambandi. Á gremjuna líta þeir sem hlífiskjöld
gegn illsku og svívirðingu. I augum Butlers er gremjan guðsgjöf. Siðferðilega
rétt notkun hennar felst í að beita henni gegn skaða og illsku í samfélaginu.
Murphy lítur á gremju sem tákn um sjálfsvirðingu og umhyggju fyrir mann-
helgi jafnframt því sem hún er nauðsynlegt tæki til að viðhalda virðingu
fyrir siðferðinu. Gremja, í augum beggja, er ekki góð sjálfrar sín vegna,
heldur vegna mannhelgi persónunnar og hins siðferðilega samfélags. Bæði
þessi sjónarmið virðast mér gagnleg og réttlætanleg í nútíma samfélagi. Að
40 Sama heimild, bls. 20.
154